Leita í fréttum mbl.is

Minning um góðan vin

Gísli vinur minn Alfreðsson er látinn. Hans er sérstaklega minnst sem leikara og fyrrum Þjóðleikhússtjóra, þar sem hann kom á ýmsum góðum og þörfum nýungum. Gísli var afar farsæll í störfum sínum og vel metinn af þeim sem kynntust honum. 

Gísli var Sjálfstæðismaður og dró aldrei dul á þær skoðanir sínar. Það var ekki sérstaklega til vinsælda fallið hjá öllu samstarfsfólki hans, en það skipti Gísla ekki máli þar sem hann mat mannkosti fólks eftir verðleikum þess, en ekki skoðunum.

Lengst af þekkti ég Gísla af góðri afspurn, en fyrir tæpum 30 árum kynntumst við vel þegar við fetuðum okkur áfram í baráttunni gegn Bakkusi. Við spiluðum reglulega saman ásamt félögum okkar og nutum ýmissa annarra samvista. 

Gísli var margfróður og skemmtilegur og það var einstaklega gaman að sitja með honum og spjalla um fortíð og nútíð. Hann var það mikið eldri en ég, að hann gat frætt mig um margvíslega hluti, menn og málefni, sem ég þekkti aðeins af afspurn, en hann gjörþekkti. 

Síðustu árin sem Gísli lifði tókum við okkur tíma öðru hverju til að eiga notalega samverustund, þar sem við ræddum saman og skiptumst á skoðunum. Þær stundir voru mjög gefandi og ég sakna þeirra nú þegar. Stundum voru eilífðarmálin til umræðu og þó við værum ekki algerlega sammála um hvað tæki við, þá efuðumst við hvorugur um tilvist æðri máttar.

Í dag efast ég ekki um að Gísli er á þeim stað í tilverunni, þar sem góðir,grandvarir og heiðarlegir menn mega vænta að komast til að loknu þessu tilverustigi.

gíslialfreðsson.cover_Blessuð sé minning hans og ég færi eftirlifandi eiginkonu, börnum og barnabörnum mínar bestu kveðjur.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 505
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband