19.9.2021 | 10:48
Neyðarástandið
Þýski heimspekingurinn Shcopenhauer sagði í bók sinni "Die Kunst Recht zu Behalten" eða listin að vera réttu megin, að það væri engin skoðun, svo vitlaus, sem fólk mundi ekki auðveldlega snúast til fylgis við ef hægt væri að sannfæra það um að hún væri almennt viðurkennd rétt.
Viðreisn vill lýsa yfir neyðarástandi vegna hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum. En hver er neyðin? Hvar eru vandamálin annarsstaðar en í ítrekuðum skýrslum loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna, IPCC, sem RÚV túlkar sem heilagan sannleika.
IPCC hefur gefið út skýrslur um hamfarahlýnun síðustu áratugi. Ályktanir þeirra hafa ítrekað reynst rangar auk þess sem þar á bæ hefur staðreyndum verið hagrætt og þær jafnvel falsaðar eins og átti sér t.d. stað árið 2009. Reynt var þá og reynt er enn að þagga þær staðreyndir niður og IPCC heldur áfram í sama farinu enda löngu komið út fyrir eðlilega vísindalega nálgun og hefur breyst í pólitíska áróðursstofnun.
Allt fárið í kringum hnattræna hlýnun,sem er ötullega studd t.d. af Indlandi og Kína sem hafa verið að auka stórkostlega framleiðslu á gróðurhúsalofttegundum síðustu 30 ár snýst að meginstefnu um að koma gríðarlegum fjármunum frá Vesturlöndum til mengunarlandanna eins og t.d. Kína og Indlands.
Í bók sinni "An appeal to reason a cool look at global warming" segir Nigel Lawson fyrrum fjármálaráðherra Breta, að það séu framkvæmdaaðilar í Indlandi og Kína sem hafi grætt þúsundir milljóna dollara á að byggja verksmiðjur, sem hafi þann eina tilgang að framleiða gróðurhúsalofttegundir, svo að viðskiptaaðilar Carbon aflátsbréfa á Vesturlöndum borgi fyrir að draga úr losuninni. Þetta er eitt dæmi en þau eru mörg enda eru stórkapítalistarnir orðnir helstu talsmenn aukinnar skattheimtu og greiðslna Vesturlanda til mengunarsóða í svokölluðum þróunarlöndum og hirða síðan vænar summur eftir að auðtrúa almúginn á Vesturlöndum hefur fallist á að skattleggja sjálfan sig í átt til fátæktar til að þjóna hagsmunum kauphallarfursta og ofurmilljarðamæringa.
Pólitíska viðfangsefnið hér á landi ætti að vera að spurt yrði spurninga eins og þeirra, hvort það sé afsakanlegt eða rétt, að við greiðum yfir 50 milljarða á næstu árum til einhvers sem á að hafa áhrif á loftslagið í heiminum? Er afsakanlegt að skattleggja fólk í þessu skyni á grundvelli einhvers sem er ekki brýnast að bregðast við hvað sem öðru líður? Er afsakanlegt að við skattleggjum neytendur með því að hækka vöruverð vegna aðgerða í loftslagsmálum? Hvernig er hægt að vinna gegn fátækt með slíkri stefnu? Hvernig er hægt að auka og bæta lífsgæðin í landinu með slíkri stefnu?
Þetta eru allt spurningar sem stjórnmálamenn ættu að gaumgæfa og taka afstöðu til sem og kynna sér málin áður en þeir taka þátt í margradda áróðri fjölþjóðafyrirtækja og helstu mengunarsóðanna. Áttar fólk sig virkilega ekki á því hvað er að gerast þegar svo lítið og einfalt dæmi sé tekið, þegar Landsvirkjun er orðið að Carbon sóðafyrirtæki og græðir milljarða á því að selja aflátsbréf.
Telur fólk að það sé virkilega einhver vitræn glóra í að skattleggja okkur í átt til fátæktar vegna meintrar hnattrænnar hlýnunar og gera raunverulegum framleiðslufyrirtækjunum stöðugt erfiðara fyrir en það gæti leitt til stórfellds efnahagshruns á Vesturlöndum í nánustu framtíð og aukið raunverulega fátækt.
Hlýjasta árið til þessa var 1934
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Umhverfismál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:11 | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 694
- Sl. sólarhring: 1054
- Sl. viku: 4997
- Frá upphafi: 2459540
Annað
- Innlit í dag: 623
- Innlit sl. viku: 4583
- Gestir í dag: 610
- IP-tölur í dag: 600
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Það er ekki allt sem hlýnunartrúarbrögðin básúna samkvæmt niðurstöðum IPPC. Vil benda á bók Michal Shellenberger Apocalypse never. Hann er gamall umhverfisaktívisti af fyrstu gráðu, sem trúir því að jörðin sé að hlýna, en ofbýður áróðurinn og staðleysurna í kollegum sínum og fjölmiðlum. Í bókinni hrekur hann þessar mýtur hverja af annarri með rökum og tilvísunum í þeirra eigin rannsóknir og niðurstöður. M.a. nýtir hann sér skýrslur IPPC óspart. allar tilvísanir fylgja þessu verki og ekkert skáldað í eyður né byggt á persónulegu eða ógrunduðu áliti.
Mæli eindregið með þessari yfirveguðu og vísindalegu samantekt fyrir þá sem vantar vopn í viðspyrnunni gegn hlýnunarkirkjunni.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.9.2021 kl. 11:14
Blessaður Jón.
Ég er mikið sammála þess kjarna sem þú bendir á í pistli þínum, sem eru þær ógöngur sem fá öflug stórfyrirtæki og hagsmunaaðilar hafa komið baráttunni gegn lofslagsvánni í.
Allar aðgerðir á Vesturlöndum miðast að því að auka vandann, því þrátt fyrir almenna viðleitni einstaklinga og fyrirtækja til að draga úr mengun, minnka útblástur, til dæmis með því að hugsa framleiðsluferla uppá nýtt, mótvægisaðgerðum, þróa nýja tækni og svo framvegis, þá er markvisst grafið undan þeirri viðleitni með sköttum og regluverki sem annars vegar gera vestræn smá og meðalfyrirtæki ósamkeppnisfær við framleiðslu mengunarlanda, sem og að framleiðsla er markvisst flutt til slíkra landa.
Ef mönnum er alvara með tali sínu þá láta þeir ekki löndin sem menga framleiða megnið af því sem framleitt er í heiminum í dag.
Önnur birtingarmynd þessara afla er að fjármagna vitleysu um loftslagsvána og staðreyndir þar um. Því miður fellur þú í þá gryfju Jón að vitna í bull þaðan ættað.
Hvaðan fékkstu þá flugu að árið 1934, þó KK hafi sungið tregasöng um afleiðingar þess á sléttum USA, hafi verið hlýjasta árið til þessa??, og hvernig dettur þér í hug að menn komist upp með að falsa vísindaleg gögn í dag, jafnvel þó þeir væru svo heimskir að reyna það??
Fyrir utan hvernig dettur þér í hug að menn séu yfir höfuð að reyna slíka hluti??
Fyrir föður, afa og langafa, er slíkt ekki gáfulegt, það eru jú afkomendur okkar sem sitja í súpunni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.9.2021 kl. 11:47
Ómar við erum almennt mikið sammála. Það er ekki um það deilt að hlýjasta árið til þessa mælt á sömu mælistöðum var árið 1934.
Vandinn er sá, að það er stöðugt verið að fjölga mælistöðum í borgum sem sýna hærra hitastig en mælar í dreifbýli. Þessvegna erum við nú með ósamanburðarhæfar tölur að ræða. Fölsun á vísindalegum gögnum liggur fyrir hvað IPCC varðar m.a. á bráðnun í Himalayafjöllum. Það hefur verið kallað Climategate en er ekki uppfinning mín. Spurðu svo sjálfur hvernig datt þeim í hug að vera svona vitlausir að reyna þetta. Þá er einnig spurning hvernig dettur þeim í hug að birta ár eftir ár helvítisspár, sem standast engan veginn. Þeir eru búnir að gera það í 30 ár.
Jón Magnússon, 20.9.2021 kl. 10:16
Nei Jón, það deilir enginn um það, það er rangt.
Þó kvikasilfursmælar í USA mæli það ár mjög heitt, og líklegast það heitasta fram að hitabylgjunni sem hófst um og uppúr 2010, þá er heimurinn stærri en Bandaríkin, þú ert að vitna í umræðu heimska hægrisins sem heldur að jörðin sé flöt, og það flatlendi nái ekki mikið út fyrir USA.
Gúglaðu Jón, þá sérðu hvað þetta er innilega rangt, fyrir utan að það er augljóst að skarpir pistlar þínir byggjast á þekkingu sem hlýst aðeins af því að fylgjast með, þá veistu að hitamet á norðurslóðum falla óhugnanlega hratt, svo ekki nemur hluta af stigi, heldur er hvert met mörgum gráðum hærri en það fyrra.
IPCC falsar ekki gögn, þeir geta farið rangt með, þá leiðrétta þeir sig.
Ásakanir þar um eru sama eðlis og þegar kommarnir lugu hinu og þessu í kaldastríðinu, fengu friðarhreyfingar til að beina spjótum sínum að meintum vígbúnaði Vesturvelda þegar öllum átti að vera ljóst að Varsjárbandalagið æfði ár eftir ár leifturárásir á Vestur Þýskaland, árásir sem síðan áttu að dreifa úr sér um megnið af Vestur Evrópu.
Það bull féll um leið og múrinn, þessi friðarhreyfing dó um leið og fjárstreymið að austan.
Þekking mannsins byggist á ákveðinni aðferðafræði, þú og ég notum afraksturs hennar á hverjum degi.
Þannig séð er það fyndið að sjá hatur Íslamista gegn vestrænni menningu og tækni, þegar þeir geta ekki lyft litla fingri í þeirri baráttu án þess nýta sér þá sömu tækni sem er afurð hinnar vestrænu menningar.
Vísindin líða ekki fals, það er bara svo Jón, og innst inni veist þú það mæta vel.
Atlagan að IPCC er úr sama ranni og þeirra auðfyrirtækja sem hafa yfirtekið vörnina gegn lofslagsvánni, í engu frábrugðin öðrum dæmum sem sagan þekkir um slíka atlögur gegn staðreyndum og heilbrigðri skynsemi.
Á meðan blæðir framtíð barna okkar út.
En ég er sammála þér Jón um að við erum mjög oft sammála.
Það eru skrýtnir tímar sem gera Hriflung og jarðbundinn rebel íhaldsmann að samherjum.
Og mér finnst einhvern veginn að tímarnir séu að verða ennþá skrýtnari.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.9.2021 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.