Leita í fréttum mbl.is

Löglegt en siðlaust

Kristrún Frostadóttir sem skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður er sögð hafa hagnast um 100 milljónir vegna sérkjara sem henni voru boðin af vinnuveitenda hennar. Hún hefur hafnað því að gera kjósendum fulla grein fyrir þessu máli.

Telja má uppá, að löglega hafi verið gengið frá þeim gerningum, sem þarna var um að ræða sem leiddu til óeðlilegrar auðgunar Samfylkingarframbjóðandans, sem er í engu samræmi við þau kjör sem annað launafólk hefur. En jafnvel þó að löglega hafi verið að þessu staðið þá er þetta algjörlega siðlaus starfskjör miðað við það sem venjulegu launafólki býðst fyrir vinnu sína.

Hvernig ætlar Samfylkingin, sem segist berjast gegn misskiptingu í þjóðfélaginu og ofurlaunum, en fyrir jöfnuði að líða það, að einn helsti frambjóðandi hennar falli að öllum líkindum í þann flokk ofurlaunafólks og bankstera, sem flokkurinn segist berjast á móti. 

Vilji Samfylkingin halda trúverðugleika, þá kemst forusta hennar ekki hjá því að gera almenningi grein fyrir því sem máli skiptir varðandi ofurlaunakjör frambjóðandans í fyrsta sæti í Reykjavík suður og hvernig vera hennar á framboðslistanum samræmist helstu stefnumálum flokksins um að berjast gegn ofurlaunum og misskiptingu í þjóðfélaginu. 

 


mbl.is Kristrún ætlar ekki að svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er gott að þið hægrimenn eruð farnir að taka afstöðu gagnvart ríkum frambjóðendum. Og hæg eru heimatökin - t.d. má nefna Bjarna Ben sem stóð samtímis í peningabraski og í pólitík. Í gegnum pólitíkina hafði hann innherjaupplýsingar og svo var þetta basl allt afskrifað eftir að hann hafði klúðrað miljörðum. 

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.9.2021 kl. 19:23

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hroki að hætti forréttindafólksins í Samfylkingunni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.9.2021 kl. 20:32

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Einn daginn sá hún bara ljósið

"Ég tók meðvitaða ákvörðun um að hætta að vinna með peninga afmarkaðs hóps og einbeita mér að því að vinna fyrir almenning."

Grímur Kjartansson, 23.9.2021 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 451
  • Sl. sólarhring: 636
  • Sl. viku: 4965
  • Frá upphafi: 2426835

Annað

  • Innlit í dag: 421
  • Innlit sl. viku: 4609
  • Gestir í dag: 408
  • IP-tölur í dag: 384

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband