Leita í fréttum mbl.is

Vöggustofusiðfræðin

Vöggustofusamfélagið eða eigum við e.t.v. frekar að kalla það barnfóstrusamfélagið okkar segir að það megi ekki kenna unglingum um það sem er þeim að kenna. Það geti valdið þeim vanlíðan, neikvæðni og  öðrum kvillum. 

Í fréttum er það helst, að unglingar birti nektarmyndir af sér á netinu gegn eða án gjalds og selja af sér nærbuxur o.s.frv. Í kjölfar þess koma margvíslegir vandamálafræðingar og segja, að það megi ekki kenna þeim um. Hverjum er þá um að kenna? 

Þessir unglingar hafa verið varaðir við. Auk heldur eiga þeir af eigin hyggjuviti að gera sér grein fyrir hvað þeir eru að gera og hvaða afleiðingar það getur haft. Af hverju má ekki segja þeim að það sé á þeirra ábyrgð og það sé þeim að kenna.

Hvert er vandamálafræðin komin ef að það er ekki gerandanum að kenna? Bera þá ríkisstjórninni, Guð eða foreldrar ábyrgðina?

Eitt það mikilvægasta sem þarf að kenna hverjum einstaklingi er að axla sjálfur ábyrgð á eigin gjörðum og gera sér grein fyrir að gjörðir hafa afleiðingar og þær geta bitnað á þeim. Sé það ekki gert þá eru vandamálafræðingarnir að senda frá sér kolgalin skilaboð, sem eru engum til góðs, en eykur á ábyrgðarleysi. 

Mikið lán var það fyrir mína kynslóð að vera laus við svona vandamálafræðinga og þurfa að sæta ákúrum foreldra og kennara þegar við áttum það skilið. Það er alla vega betri undirbúningur undir lífið en þessi skelfilega vöggustofuvistfræði.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 487
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband