Leita í fréttum mbl.is

Hin ofsóttu

Uppákoman í Eflingu er með ólíkindum. Starfsfólk á skrifstofu Eflingar gefur stjórnunarháttum Sólveigar Önnu Jónsdóttur fyrrv formanns og Viðars Þorsteinssonar fyrrv. framkvæmdastjóra algjöra falleinkun. Svo slæma falleinkun að óvíða sætir starfsfólk að eigin sögn annarri eins aðsókn eins og hjá þessum stjórnendum.

Samt var meiri hluti stjórnar félagsins tilbúinn til að styðja áframhaldandi ofsóknarstjórn Sólveigar Önnu og Viðars. Greinilega vanhöld á að standa með starfsfólkinu þar á bæ. 

Þegar Viðar Þorsteinsson fyrrv. framkvæmdastjóri tjáði sig í Kastljósi, stóð bunan út úr honum um það, hvílíkum ofsóknum hann og Sólveig Anna hefðu mátt sæta af hálfu starfsfólksins. Starfsfólksins sem þau sjálf réðu til starfa eftir að hafa rekið það sem fyrir var. 

Saga þeirra Viðars og Sólveigar Önnu í starfsmannamálum Eflingar er ljót. Þau sögðu upp nánast öllu starfsfólki Eflingar þegar þau komust til valda með svigurmælum um ýmsa sem voru reknir sumir eftir langa og dygga þjónustu.

Þrátt fyrir hreinsanirnar og ráðningu nýs starfsfólks sem var þeim Sólveigu og Viðari þóknanlegt, þá dugar það ekki til. Allt fer í óefni þannig að komið var að uppsagnarhrinu númer tvö, þegar þau Sólveig Anna og Viðar gugnuðu á frekari stalínískum stjórnunaraðgerðum gagnvart starfsfólki sínu og sáu það, að "illþýðið" sem þau höfðu ráðið til starfa  beitti þau ofsóknum. Við ofsóknirnar gátu þau Sólveig og Viðar ekki sætt sig. 

Trúir virkilega einhver því að Sólveig Anna og Viðar hafi verið beitt ofsóknum af hálfu starfsfólks Eflingar? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Trúi þeim ekki.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.11.2021 kl. 12:17

2 Smámynd: Jón Magnússon

Það geri ég ekki heldur. 

Jón Magnússon, 3.11.2021 kl. 15:16

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svona gerist þegar ideológar taka völd í stað rökhugsandi fólks. 

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2021 kl. 04:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 77
  • Sl. sólarhring: 333
  • Sl. viku: 4124
  • Frá upphafi: 2426968

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 3816
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband