Leita í fréttum mbl.is

Utanstefnur viljum við engar hafa

Í þingræðu fyrir tæpum 50 árum vék Magnús Kjartansson þá þingmaður Reykvíkinga að því fornkveðna, "utanstefnur viljum við engar hafa" og sagði síðan: 

"Við verðum að vera menn til þess að meta þessi vandamál sem önnur af íslenskum sjónarhól og nota okkar eigin dómgreind til þess að úrskurða, hvað er rétt og hvað er rangt. Við eigum að forðast það að gera erlenda aðila að þátttakendum í mikils verðum vandamálum, sem á okkur hvíla."

Oddviti Viðreisnar segist ákveðinn í að vísa niðurstöðu Alþingis til Mannréttindadómstóls Evrópu, ef hún verður honum ekki að skapi. Þessa yfirlýsingu um að leita til yfirþjóðlegs valds gefur hann áður en hann veit hvað rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis hefur leitt í ljós.

Eðlilegt er að undibúningskjörbréfanefnd geri grein fyrir hvaða hnökrar eru á síðari talningu í NV kjördæmi, það er síðan Alþingis að meta það hvort síðari talning skuli látin gilda eða samþykkt verður að hafa uppkosningu.

Hafi verulegir hnökrar verið á framkvæmd mála af hálfu yfirkjörstjórnar í NV kjördæmi þá verður ekki hjá því komist að kjósa aftur, þó það sé vondur kostur. En leiði skoðun nefndarinnar til þeirrar niðurstöðu að hnökrarnir hafi ekki verið svo umtalsverðir að rétt sé að hún fari fram, er þá ekki rétt, að Alþingi Íslands fjalli um málið og afgreiði það á hvorn veginn sem það fer. 

Er það virkilega svo, að oddviti Viðreisnar í NV kjördæmi gefur sér það fyrirfram, að Alþingi muni ekki fara að lögum og muni ekki gæta þess, að afgreiða þetta mál með vönduðum og sanngjörnum hætti. Orðræða hans verður ekki skilin með öðrum hætti en þeim, að verði niðurstaðan ekki honum að skapi þá sé hún valdníðsla og algjört ómark, sem eigi að leiða til utanstefna að fornum og nýjum sið. 


mbl.is Vísa verði niðurstöðum kosninga til MDE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ólíkt því sem var fyrir 50 árum er Mannréttindasáttmáli Evrópu núna hluti af íslenskum lögum, síðan 1994.

Vandamálið við kjörbréfamálið er ekki hvort Alþingi muni fara að lögum eða ekki, því að sjálfsögðu verður Alþingi að fara eftir 46. gr. stjórnarskrárinnar og kosningalögum.

Vandamálið er fyrst og fremst, að alveg sama hver niðurstaðan verður er samt ljóst að 46. stjórnarskrárinnar er í andstöðu við Mannréttindasáttmálann, vegna þess að samkvæmt greininni úrskurðar Alþingi sjálft um eigið lögmæti.

Þetta er alveg jafn andstætt mannréttindasáttmálanum, hvort sem niðurstaða talningar verður staðfest eða ákveðið verður að boða til uppkosningar.

Nú liggur fyrir að þessu verður vísað til MDE á hvorn veginn sem þetta fer. MDE mun svo væntanlega komast að þeirri niðurstöðu að umrætt stjórnarskrárákvæði kveði á um málsmeðferð sem sé í andstöðu við sáttmálann.

Eina leiðin til að laga þetta er að fyrir næstu kosningar verði samþykkt breyting á ákvæðinu og sú breyting staðfest af nýju þingi eftir þær kosningar. Þær kosningar munu samt þurfa að fara eftir ákvæðinu óbreyttu, þannig að óhjákvæmilega mun Alþingi þurfa aftur að brjóta gegn MSE. Það verður svo ekki fyrr en í þarnæstu kosningum sem verður fyrst hægt að gera þetta með öðrum hætti sem stenst skoðun MDE.

Þessu væri hægt að flýta með því að rjúfa þing og boða til kosninga í vor, en samþykkja hina nauðsynlegu breytingu fyrir og eftir þær kosningar. Með því væri hægt að slá tvær flugur í einu höggi og vinda líka ofan af þeim ósið að kjósa að hausti með tilheyrandi fjárlagatímaþröng.

Það er engin góð niðurstaða sem blasir við nú, heldur aðeins val á milli misjafnlega slæmra valkosta.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.11.2021 kl. 15:55

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Téður "Viðreisnarmaður" hefur orðið sér til minnkunar og gjört kunnugt, að erindi á löggjafarsamkunduna á hann ekkert.  Mér þykir líklegast, að þetta verði sneypuför til MDE, enda er langsótt, að löggjafarsamkunda Íslendinga geri annað en að fara að íslenzkum lögum í þessu máli.  Mannréttindi eru fráleitt í húfi.  

Athyglisvert finnst mér, ef ráðherra heilbrigðismála ætlar að kynda ófriðarbálið.  Kannski hún hafi aldrei lagt neitt gott til nokkurs máls ?

Bjarni Jónsson, 21.11.2021 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 84
  • Sl. sólarhring: 1274
  • Sl. viku: 5226
  • Frá upphafi: 2469610

Annað

  • Innlit í dag: 77
  • Innlit sl. viku: 4785
  • Gestir í dag: 77
  • IP-tölur í dag: 77

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband