Leita í fréttum mbl.is

Vinstri græn ríkisstjórn í Þýskalandi.

Umferðaljósaríkisstjórnin í Þýskalandi kölluð svo, af því að flokkslitir þeirra sem mynda hana eru rauður, gulur og grænn.Sósíaldemóktar, Frjálsir demókratar og Græningjar.

Lengi var beðið eftir því að sjá hvað þessir flokkar gætu komið sér saman um og þá helst hvað Frjálsir demókratar væru tibúnir að kokgleypa, en þeir eru lítill hægri flokkur, sem þyrstir svo mjög að komast í ríkisstjórn, að þeir kokgleyptu allt nema skattahækkanir. 

Stefna nýju ríkisstjórnarinnar er einu orði sagt skelfileg þannig stefnir hún á að: 

Gera betur við hælisleitendur og leyfa þeim að flytja fjölskyldur sínar til sín. Þetta fólk hefur ekkert lært af afleik Merkel 2015. Þýskaland mun fá nýja holskeflu fólks,sem að stórum hluta ætlar sér að lifa á  velferðarkerfinu.

Annað stórmál er enn meiri kolefnisjöfnun, ávísun á hækkað orkuverð og sterkari tök Rússa. 

Í þriðja lagi lækkun kosningaaldurs í 16 ár. 

Í fjórða lagi lögleyðing á kannabis, sem gerir Þýskalandi að stærsta markaði með fíkniefni í heiminum. 

Þýska hagkerfið er í verulegri lægð. Nýja ríkisstjórnin virðist ætla sér að stefna að því að það fái falleinkun. 

Vart við öðru að búast af núverandi hugmyndafræðingum sósíaldemókrata í Þýskalandi. Heldur betur viðsnúningur frá mönnum eins og Helmut Schmit og Gerhard Schröder,sem gættu þess að byggja Þýskaland upp sem efnahagsveldi í stað þess að leggja upp með vinstri pópúlíska vitleysu  eins og ríkisstjórn sósíalistans Olaf Scholz ætlar sér greinilega að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 415
  • Sl. sólarhring: 664
  • Sl. viku: 4929
  • Frá upphafi: 2426799

Annað

  • Innlit í dag: 387
  • Innlit sl. viku: 4575
  • Gestir í dag: 379
  • IP-tölur í dag: 363

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband