Leita í fréttum mbl.is

Kjörbréf samþykkt

Það kom ekki á óvart, að Alþingi samþykkti öll kjörbréf með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Alþingi stóð frammi fyrir tveimur valkostum. Að samþykkja kjörbréfin eða hafna þeim og ákveða uppkosningu. 

Ég fæ ekki séð hvaða lagaheimildir eru til að ógilda kosningarnar í heild eins og Björn Levý gerði tillögu um. Tillagan var því ekki tæk til afgreiðslu þar sem hún hefur ekki lagastoð.

Sama er um tillögu annars þingmanns Pírata um að fyrri talning í NV kjördæmi verði látin gilda. Ég get heldur ekki fundið lagastoð fyrir því að Alþingi geti gert það. 

En samt var greitt um þetta atkvæði. Hvernig stendur á því. Formaður kjörbréfanefndar sagði sjálfur við atkvæðagreiðsluna að hann teldi líklegt að tillaga Björns Levý skorti lagastoð. 

Af hverju kannar Alþingi það ekki fyrirfram hvaða tillögur eru í samræmi við lög og hverjar ekki og gerir ekki lítið úr sjálfu sér með því að greiða atkvæði um tillögur sem skortir lagastoð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Ég fæ ekki séð hvaða lagaheimildir eru til að ógilda kosningarnar í heild eins og Björn Levý gerði tillögu um."

Þing er hægt að rjúfa hvenær sem er og boða til kosninga, eins og gerðist til dæmis 29. október 2016.

Ég skil ekki hvers vegna Birgir þóttist ekki fatta það.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2021 kl. 23:31

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hrunin siðmenning. Afsakið ranghugmyndina.

Guðjón E. Hreinberg, 26.11.2021 kl. 00:32

3 Smámynd: Jón Magnússon

Það er engin lagaheimild til þess. Þess vegna er það svo furðulegt að þessi tillaga skuli borin upp til atkvæða þegar það liggur fyrir að jafnvel þó  að hún hefði verið samþykkt, þá hefði hún ekkert gildi þar sem hún stangast á við ákvæði stjórnarskrár. Birgir nefndi það í sinni atkvæðaskýringu. 

Sama með að láta fyrri talningu gilda. Jafnvel þó það hefði verið samþykkt, þá hefði samt ekki verið hægt að gera það, þar sem hún var ekki til umræðu og Yfirkjörstjórn hafði þegar skilað annarri niðurstöðu og það var hún sem var til umræðu og afgreiðslu ekki einhver önnur talning,sem Alþingi hefur ekki valdheimildir til að láta gilda.

Jón Magnússon, 26.11.2021 kl. 11:33

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Stjónarskrárgrein ein man ekkinúmeri 41? segir að Alþingi úrskurði þennan hlæut. Þetta á að vera endirinn á málinu hvða svo sem MDE líður.

Hverju breytti nákvæmlega 1 eða önnur talning? Hverjir duttu út og hverjir komu í staðinn? Ertu með nöfnin á hreinu?

Halldór Jónsson, 26.11.2021 kl. 12:57

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... en þar sem stjórnarskráin afhendir Alþingi óskorað vald til að samþykkja eigin kosningu, hvaða máli skiptir þá hvort það setji um það sérstök lög ef þingumræða er ábyrg?

Skil engu að síður vel þörfina á að ræða þetta. Auk þess, hafi forseti kallað þing saman, eins og hann á að gera - en hefur vald til að rjúfa þing útskýringalaust og þannig stofna til nýrra - eru þá ekki stjórnlög uppfyllt?

Guðjón E. Hreinberg, 26.11.2021 kl. 16:56

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Af því sumir háværir einstaklingar ætla að sækja rétt sinn til útlanda þá má benda á eftifarndi frétt sem upplýsir að það tók Evrópudómstólin 13 ár að koma með athugasemdir við lagasetningu um hleranir á glæpamönnum í Svíþjóð

13 år senare: Svenska staten fälls för brister i FRA-lagen | SVT Nyheter

Grímur Kjartansson, 26.11.2021 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 72
  • Sl. sólarhring: 181
  • Sl. viku: 5269
  • Frá upphafi: 2416290

Annað

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 4875
  • Gestir í dag: 59
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband