1.12.2021 | 17:36
Sjálfstæð fullvalda þjóð
Sjálfstæði og fullveldi Íslands og íslensku þjóðarinnar er ekki sjálfsagt eða sjálfgefið og hefur aldrei verið það. Okkur sem erum fædd eftir stofnun lýðveldis á Íslandi 17.júní 1944 hættir til að telja að stjórnskipuleg réttindi, fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar séu sjálfsagður hlutur. Því miður er ekki svo farið og smáþjóð verður stöðugt að vera á varðbergi til að verja réttindi sín menningu og eiginleika.
Ísland naut skammvinns sjálfstæðis frá því að land byggðist þangað til höfðingjar landsins vegna eigin sundrungar og skammsýni neyddust til að játa Hákoni gamla Hákonarsyni Noregskonungi hollustu sína og ganga honum á hönd með samþykki hins svokallaða Gamla sáttmála árið 1262. Frá þeim tíma til 1.desember 1918 lutum við erlendu valdi. Fyrst valdi Noregskonunga og síðar Danakonunga eftir að Noregur tapaði sjálfstæði sínu og Danir tóku þar völdin.
En sjálfstæðisviljinn var alltaf til staða með íslensku þjóðinni. Íslendingar litu jafnan á sig sem sérstaka þjóð með sína sérstöku menningu og tungumál. Áshildarmýrarsamþykktin 1496 er dæmi um það að bændur á Suðurlandi töldu að þeir ættu ákveðin réttindi, sem þeir gætu krafist af konungi að fá að njóta, sem sjálfstæðir menn. Sömu viðhorf var ekki að finna í Evrópu á þeim tíma og er Áshildarmýrarsamþykktin einstök og mjög merkileg í sögu og viðleitni þjóðarinnar til að tryggja sjálfsákvörðunarrétt sinn.
Sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar birtist með ýmsum hætti í áranna rás. Íslendingar vildu ekki játast undir einveldi Danakonungs árið 1662 en gerðu það nauðugir. Foringi þeirra sem vildu gæta að íslenskum hagsmunum og lýðréttindum á 19.öldinni, Jón Sigurðsson þurfti að hyggja að mörgu. Í fyrsta lagi að Ísland væri ekki hluti af Danmörku eins og margir í Danaveldi vildu skilgreina þjóðréttarlega stöðu Íslands. Jón þurfti líka að berjast á fleiri vígstöðum til að gæta að landsréttindum þjóðarinnar m.a. með því að sýna fram á, að við hefðum ekki verið sérstakir bónbjargarmenn í samskiptum okkar við Dani heldur hefðu þeir frekar en við haft fjárhagslegan hag af nánum samskiptum þjóðanna.
Á ýmsu gekk og iðulega var það sundurlyndi íslenskra stjórnmálamanna og vanþekking, sem tafði fyrir í sjálfstæðisbaráttunni, en svo fór um síðir eftir nokkuð samningaþóf, að Ísland var viðurkennt frjálst of fullvalda ríki 1 desember 1918 fyrir rúmri öld. Þann dag var þeim mikla áfanga náð að Ísland varð fullvalda ríki. Íslendingar höfðu haft fullan sigur í sjálfstæðisbaráttu sinni.
Þó Ísland hefði haft fullan sigur í sjálfstæðisbaráttunni 1 desember 1918, þá deildi íslenska þjóðin fullveldi sínu með Dönum með ýmsu móti. Mikilvægast var að Danir fóru með utanríkismál fyrir Íslands hönd og Ísland var í konungssambandi við Danmörku. Konungur Dana var líka konungur Íslands. Árið 1944 þann 17. júní ákvað íslenska þjóðin að taka stjórn allra mála í sínar hendur. Það var henni heimilt samkvæmt sambandslagasamningnum 1918. 1. desember er því merkasti dagur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, þá lá fyrir, að við værum fullvalda þjóð.
Sagt var að margir baráttumenn fyrir sjálfstæði Íslands hefðu fellt tár, þegar Danir féllust á það að Ísland skyldi verða fullvalda ríki. Okkur er hollt að minnast þess og þakka Dönum fyrir, hve vel þeir komu fram við okkur, þá sérstaklega þegar viðræður voru teknar upp um réttarstöðu og sjálfstæði Íslands. Við vorum þá sem betur fer þeirrar gæfu aðnjótandi að vera undir veldi, þar sem mannúð og skynsemi hefur lengst af ráðið ríkjum.
Á sama tíma og við fögnum að njóta sjálfstæðis og fullveldis sem þjóð, þá má það aldrei gleymast, að sjálfstæðisbaráttunni og fullveldisbaráttunni er aldrei lokið.
Fámenn þjóð eins og íslendingar þurfa jafnan að gæta að því hvað það er, sem gerir hana að þjóð og varðveita þann þjóðararf, sem er svo dýrmætur og var svo mikilvægur í sjálfstæðisbaráttunni. Sameiginleg tunga okkar íslenskan, uppruni og menning eru hornsteinar þess að við týnumst ekki í þjóðahafinu og getum jafnan gert tilkall til að á okkur sé litið sem sjálfstæða fullvalda þjóð.
Í fjölþjóðasamfélagi nútímans eru því ýmsar áskoranir. Okkur er mikilvægt að eiga í góðum samskiptum við aðrar þjóðir, en við verðum líka að gæta þess að glata ekki neinu af því sem áunnist hefur. Okkur er mikilvægt að vera í erlendu varnarsamstarfi með aðild að Atlantshafsbandalaginu til að tryggja varnir og sjálfstæði. Aðild að Atlantshafsbandalaginu er mikilvægasti hornsteinn öryggis og varna landsins.
Samband okkar við hinar Norðurlandaþjóðirnar er líka mikilvægt þar sem við getum sótt mikið til þeirra þjóða sem okkur eru skyldastar og vonandi miðlað líka ýmsu til þeirra.
Annað samstarf getur verið þess eðlis, að þörf sé á sérstakri aðgæslu og getur leitt til þess, að við gerum sérstakar kröfur um atriði sem þurfi að gilda fyrir okkur vegna fámennis. Í því sambandi skiptir mestu hvernig til tekst með framkvæmd EES samningsins. Með EES samningnum er farið á ystu brún varðandi það að deila fullveldi þjóðarinnar í fjölþjóðasamvinnu. Við þurfum að taka þann samning til endurskoðunar sem fyrst ekki síst vegna þeirra breytinga sem hafa orðið á samskiptum og samþykktum þjóða, sem mynda EES. Við þurfum í öllum tilvikum að hafa stjórn á eigin landamærum og verðum því að ná fram samkomulagi í EES samstarfinu, að við getum takmarkað innflæði fólks vegna vinnu eða menntunar, ef innflæðið verður okkur um megn þannig að við getum ekki sinnt þjóðréttarlegum skyldum okkar um að gæta að hagsmunum þeirra sem hingað koma. Þá verður Ísland líka að gæta þess að týnast ekki í þjóðahafinu.
Á undanförnum árum hefur verið mikil barátta fyrir gildi fjölmenningar. Menning allra þjóða sem eru opnar fyrir hugmyndum eins og okkar samfélag, er ekki einmenning sem hverfist um allt það sem íslenskt er og ekkert annað. Íslensk menning er í eðli sínu þjóðleg, en hefur náð að taka margt gott frá erlendri menningu. Þar er líka vandratað meðalhófið og skiptir máli að gæta að því sem er okkar og gerir okkur sérstök sem þjóð og glata því ekki á sama tíma og mikilvægir menningarstraumar fá að leika um samfélagið.
Við verðum að gæta þess að forpokast ekki í einmenningu eins og það fólk hefur gert, sem sækir að víða úr heiminum og neitar að aðlaga sig að háttum og siðum þeirra þjóða,sem það gerir kröfu til að koma til og búa til frambúðar. Á sama hátt og við verðum að gjalda varhug við að framselja fullveldið.
Í fjölþjóðlegu samstarfi verðum við líka að gjalda varhug við að þeir sem ætla sér ekki að aðlagast íslenskri þjóð og þjóðmenningu búi á Íslandi til frambúðar án þess að læra tungu þjóðarinnar eða aðlaga sig að siðum hennar eða háttum að neinu leyti.
Það er bjart yfir íslensku þjóðlífi þó áskoranir séu margar. Það afl sem sjálfstæði þjóðarinnar og fullveldi leysti úr læðingi á að vera okkur ævarandi veganesti til að nema ný lönd í framfarasókn íslensku þjóðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.11.): 9
- Sl. sólarhring: 117
- Sl. viku: 4668
- Frá upphafi: 2416342
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 4333
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Takk fyrir þessa góðu hugvekju í tilefni dagsins. Ég er algerlega sammála því, sem þarna kemur fram.
Bjarni Jónsson, 1.12.2021 kl. 18:27
Góður!
Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 2.12.2021 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.