Leita í fréttum mbl.is

Stjórnmálaskörungur fallinn frá

Robert Dole öldungardeildarþingmaður, varaforsetaefni og forsetaframbjóðandi Repúblikana er fallinn frá. 

Bob Dole var um margt athyglisverður einstaklingur og stjórmálamaður. Hann var mikill húmoristi. Þó hann væri mikill baráttumaður, þá mundi hann sennilega vera skilgreindur sem hægri-miðjumaður í Repúblíkanaflokknum.

Bob Dole særðist illa í síðari heimstyrjöld árið 1945, en með mikilli þrautseigju og kappsemi manns sem neitar að gefast upp,þá náði hann sér að mestu þó hann hefði takmarkaða hreyfigetu í hægri hendinni alla tíð.

Bob Dole var leiðtog Repúblikana í öldungardeild Bandaríkjaþings í 11 ár. Árið 1981 var ég boðinn á þingpalla í öldungardeildinni í boði Bob Dole, en þá fór fram umræða um fjárlög og þar tókust þeir á Bob Dole og Edward Kennedy. Mér þótti mikið til málflutnings þeirra beggja koma.

Eftir umræðuna bauð Dole okkur í mat í öldungardeildinni og það var mjög gaman að hitta hann og fá tækifæri til að ræða við hann í fárra manna hópi. 

Dole var síðan varaforsetaefni Gerald Ford á móti Carter og síðan forsetaframbjóðandi Repúblikana 1996 á móti Bill Clinton. Meðan á þeirri baráttu stóð naut ég framboðs Dole með einstæðum hætti án þess að hann vissi nokkuð af því eða hefði með það að gera.

Þannig var mál með vexti að ég hafði keypt ferð með ferðaskrifstofu til Bandaríkjanna fyrir mig yngri son minn og föður minn. Þegar við komum á hótelið var okkur vísað í meiri þægindi en ég hef nokkru sinni kynst á ævinni. Ég hugsaði með mér, að þetta væri stórkostlegt þegar svona ódýr ferð hefði verið keypt. En morguninn eftir kom í ljós,að það höfðu verið gerð mistök. Svítan var frátekin fyrir Bob Dole sem var að koma vegna kosningafundar. Við feðgar máttum því hafa hraðann á og skipta um herbergi, til að hægt yrði að undirbúa þægindin fyrir Bob.

Bob Dole var fjarri því að vera teprulegur einstaklingur og hann hikaði t.d. ekki við að ræða um og auglýsa og gerast málsvari þess að menn tækju Viagra gerðist þess þörf.

Bob Dole var eini fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana sem studdi Donald Trump og var alla tíð gegnheill Repúblikani. 

Því miður er allt of mikill skortur á stjórnmálamönnum eins og Robert Dole, sem kynna sér málin og nálgast hlutina af yfirvegun og skynsemi. Svo ekki sé talað um húmorinn sem var honum eðlislægur.

 


mbl.is Bob Dole látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 518
  • Sl. sólarhring: 1028
  • Sl. viku: 4821
  • Frá upphafi: 2459364

Annað

  • Innlit í dag: 460
  • Innlit sl. viku: 4420
  • Gestir í dag: 456
  • IP-tölur í dag: 450

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband