Leita í fréttum mbl.is

Ný málið sem Evrópusambandið heimilar.

Fyrir nokkrum dögum gaf Evrópusambandið út 32 síðna leiðbeiningareglur um hvaða orð skyldi nota og hver ekki. Óneitanlega minnir þetta á kerfið sem George Orwell lýsir í bókinni 1984, þar sem til var pólitískt ný mál, til að tryggja að fólk héldi sig innan kerfislægrar rétthugsunar. 

Sama virðist vera upp á tengingnum hjá valdaklíkunni í Brussel, sem amast m.a. við því að fólk noti orðið "jól" eða Christmas yfir hátíðarnar. Það á að nota "human induced" í staðinn fyrir "man made" svo dæmi sé tekið."

Það er sjálfsagt að hneykslast á þessu rugli. Þau eru að vega að Evrópskum gildum og viðmiðunum. E.t.v. vegna þess að fólkið í kanselíinu í Brussel telur að evrópskt orðfæri geti sært aðkomufólk og rótað upp fjölmenningunni.

Stóra spurningin er hvernig dettur möppudýrunum í Brussel í hug, að setja út samevrópskar leiðbeiningarreglur um hvaða orð má nota og hver ekki í daglegu máli. Einvaldskonungum fortíðar í Evrópu létu sér aldrei detta slíkt og þvílíkt í hug. Valdhroki hinnar nýju stéttar Brussel valdsins kemur stöðugt sífellt meira á óvart. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Svanasaungur dáinnar menningar.

Blessuð minning.

Vandlega skrásett.

Guðjón E. Hreinberg, 8.12.2021 kl. 22:42

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Á forsíðu Fréttablaðsins er fullyrt að yngra fólk væri hlynt útilokunarmenningu
Það orð er útskýrt sem "að útiloka einstaklinga sem brotið hafa gegn gildum samfélagsins, með hegðun eða tjáningu"

Hefði haldið að þetta væri sama og bannfæring Páfa hér á öldum áður og var talin með þyngri refsingum sem hægt var að útdeila hér á jörðu

Grímur Kjartansson, 9.12.2021 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 253
  • Sl. sólarhring: 939
  • Sl. viku: 4556
  • Frá upphafi: 2459099

Annað

  • Innlit í dag: 213
  • Innlit sl. viku: 4173
  • Gestir í dag: 213
  • IP-tölur í dag: 211

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband