Leita í fréttum mbl.is

200 þúsund

Skýrt var frá því fyrir áramót, að Egyptum hefði fjölgaði um 200 þúsund manns s.l. 60 daga. 

Í Egyptalandi eins og í langflestum Arabaríkjum er um helmingur íbúa 25 ára eða yngri. Atvinnutækifæri eru af skornum skammti og fornaldartrúin, Íslam, hamlar uppbyggingu og sókn til framfara.

Hver á að leysa fyrirsjáanlegan vanda misheppnaðra ríkja eins og Egyptalands, Afganistan o.s.frv. Ríku Arabaríkin, Saudi Arabía og Flóaveldin gera það ekki. Þau taka ekki við flóttamönnum. Ætlast er til að Evrópa leysi þennan vanda, sem verður ekki leystur nema innanlands í viðkomandi löndum. Hann verður ekki leystur með því að flytja fleiri og fleiri milljónir ungra múslima til Evrópu eins og skammsýnir evrópskir og íslenskir stjórnmálamenn vilja gera. 

Við verðum að bregðast við og gjörbreyta reglum um hælisleitendur og meinta umsækjendur um alþjóðlega vernd strax. Annars vex vandamálið gríðarlega á næstu árum.

Við getum ekki leyst vanda Egyptalands, Afganistan, Pakistan o.s.frv. en með því að reyna það, þá eyðileggjum við okkar samfélag. Þeir sem koma frá þessum ríkjum og öðrum sambærilegum eru ekki tilbúnir til að aðlaga sig þeim gildum, sem Evrópa byggir á.

Þjóðerni,menning og  grunngildi Evrópuríkja, sem meitluð hafa verið í aldanna rás á grundvelli kristinnar arfleifðar, frjálslyndra viðhorfa og virðingar fyrir gildi einstaklingsins og frelsi borgaranna mun láta undan nema við bregðumst strax við og leggjum fyrst og fremst áherslu á hagsmuni eigin borgara. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Tek undir allt sem kemur fram í þessum góða pistli. Þetta er sjálfsvörn okkar vestrænu þjóða en ekki annað. 

Þróunin í Svíþjóð segir allt sem segja þarf. Danir hafa lært af þeim mistökum betur en Íslendingar, finnst mér.

Vinstrivitleysuna í þessum málum þarf að varast. Ekki eru það öfgar að vilja halda í það sem hefur virkað vel og vernda það, okkar þjóðskipulag. 

Ingólfur Sigurðsson, 6.1.2022 kl. 14:05

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Ofsalega mælir þú skynsamlega.

Ég hygg samt að  þú sért of seinn með vísdómsorð þín í síðustu málsgrein.

Hjá meinstrím forheimskunnar eru þessi orð aðeins dæmi um fornkínverska.

Óskiljanleg þeim sem ráða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2022 kl. 17:47

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Jón.

Ég get oftar en ekki tekið undir sjónarmið þín, en verð þó sérstaklega að hrósa þér fyrir hugrekkið að fjalla um eldfim mál sem lang-fæstir þora hreinlega ekki að snerta á.

Nú titrar þjóðfélagið allt og skelfur vegna djarfra frásagna ungrar fegurðardísar um kynni hennar af þekktum körlum í besta tígulgosa stíl, en eftir lestur og nafnbirtingar sökudólgana hér á mbl.is, þá veiti ég því athygli að ekki ein einasta athugasemd hefur nú klukkan sex, verið skrifuð í kjölför þessara opinberana.

Jónatan Karlsson, 6.1.2022 kl. 18:02

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábaer pistill hjá thér Jón ad venju.

Hvenaer skildu dúkkulísurnar á thingi

thora ad raeda thetta af alvoru..?

Held bara ad thad sé búid ad skemma svo

mikid ad ekki verdur aftur snúid.

Svo má spyrja, af hverju alltaf múslima

haelisleitendur thegar nóg er til af kristnum líka.?

Annar hópurinn kemur aldrei til ad adlagast á medan

hinn myndi falla audveldar inn.

Hverjir standa ad baki valinu.??

Hlýtur ad vera fólk sem vill okkar thjódfélagi illt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 7.1.2022 kl. 06:14

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Stundum hlakka ég til þegar hæstvirtur færsluritari sér ljósið. Þangað til bið ég bara fyrir honum.

Guðjón E. Hreinberg, 9.1.2022 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 296
  • Sl. sólarhring: 697
  • Sl. viku: 4117
  • Frá upphafi: 2427917

Annað

  • Innlit í dag: 272
  • Innlit sl. viku: 3808
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 253

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband