Leita í fréttum mbl.is

Straumrof

Ég las grein í þýsku dagblaði í gær um stöðu orkumála í Þýskalandi.  Þar hefur stjórnmálastéttin verið með hjarðhegðun pólitísku veðurfræðinnar og barist fyrir hröðun svokallaðra "orkuskipta" sem er tískuorð stjórnmála í dag, með þeim  afleiðingum að fjórða stærsta viðskiptaveldi heims, Þýskalandi býr nú við alvarlegan orkuskort og er auk þess komið upp á náð og miskun Pútín í orkumálum.

Vítt og breitt í Evrópu Evrópusambandsins með alla sína orkupakka horfir fólk fram á gríðarlegar hækkanir á raforku, orkuskort og tíðari straumrof vegna þess, að stjórnmálastéttin hefur neitað að horfast í augu við raunveruleikann í orkumálum og stundað bullpólitík meintrar hamfarahlýnunar eins og furðumaðurinn Boris Johnson gerði fyrir loftslagsráðstefnuna í Glasgow í haust.

Velferð og atvinna í löndum eins Íslandi og Þýskalandi byggjast á því m.a. að til sé næg ódýr orka til að atvinnulífið geti gengið og hægt sé að ráðast í gróskumikla nýsköpun. Skólar, sjúkrahús, tölvufyrirtæki ekkert síður en fiskvinnslufyrirtæki og stóriðja byggja tilveru sína og framfarasókn á því að það sé til næg orka.

Vera Vinstri grænna í ríkisstjórn á Íslandi hefur leitt til þess, að í fyrsta skipti svo árum skiptir er ekki til næg orka í landinu og grípa verður til skömmtunar. Samstarfsflokkarnir geta ekki heldur firrt sig  ábyrgð. Þessvegna hefði verið betra að gefa Vinstri grænum frí þetta kjörtímabil til að hægt væri að sinna mikilvægustu málum eins  og orkumálum af viti.

Það er mikilvægt að stjórnmálafólk hugi að velferð eigin borgara og láti gæluverkefni grænna lausna og orkuskipti bíða þess tíma,að þau geti verið raunhæfur valkostur til að tryggja atvinnu og velferð. Meðan þessi valkostur er ekki fyrir hendi, þá bjóða stjórnvöld upp á versnandni lífskjör og atvinnuleysi með stefnu sinni.

Slíka ríkisstjórn orkuskortsins er ekki hægt að styðja. Sjálfstæðismenn á þingi og í ríkisstjórn þurfa að taka þessi mál föstum tökum með eða án Vinstri grænna. Það er ekki hægt að bíða lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Gleðilegt nýár, Jón.  Hafðu heila þökk fyrir þennan pistil.  Ég er sammála honum í einu og öllu.  Græningjar virðast vera með kverkatak á ríkisstjórnum Íslands og Þýzkalands.  Þjóðverjar lokuðu nokkrum, ég held þremur, kjarnorkuverum í fyrra, og í ár, 2022, ætla þeir að loka þeim, sem eftir eru í rekstri.  Þessi sjálfspíningarstefna er óskiljanleg, og hún er utanríkispólitískt glapræði í ljósi þess, að ESB hefur stöðvað leyfisveitingar fyrir Nord Stream 2.  Enn einu sinni eru Þjóðverjar á milli tveggja elda. 

Hérlendis er búið að búa til dýran raforkuskort með því að láta græningjana (Ögmundur telur þá reyndar hvorki vera vinstri né græna, heldur aðeins hreyfingu um framboð) komast upp með að hindra leyfisveitingar til nýrra virkjana, og stjórn Landsvirkjunar virðist vera lömuð, þótt forstjóri fyrirtækisins segi LV ítrekað hafa varað ráðamenn við yfirvofandi orkuskorti.  Nú er Landsvirkjun búin að boða stóriðjunni, að hún verði að lækka álagið um 10 % í febrúar-maí, einnig Fjarðaáli, þótt hún hafi haldið því fram, að svo mikill orkuforði væri í Hálslóni, að hægt hefði verið að forðast skömmtun suðvestanlands, ef flutningskerfið hefði getað annað flutningum frá Fljótsdalsvirkjun.  Þessi málflutningur gengur ekki upp, heldur er smjörklípa.  Það blasir við grafalvarlegt orkuástand í vetur og næstu vetur; ekki vegna þurrka, heldur mikils álags á kerfi, sem sárvantar aukna afl- og orkugetu.  

Bjarni Jónsson, 12.1.2022 kl. 10:49

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þitt innlegg Bjarni. Nú sem oftast erum við algerlega sammála. Gott að fá svona góð innlegg, takk aftur fyrir það. 

Jón Magnússon, 12.1.2022 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 489
  • Sl. viku: 4057
  • Frá upphafi: 2426901

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 3767
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband