Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandið eða þjóðarhagsmunir

Evrópusambandið (ES) heldur því fram, að lög þess eigi að gilda umfram lög einstakra aðildarríkja og EES ríkja eins og Íslands.  

Dómstólar í Póllandi og Þýskalandi hafa komist að þeirri niðurstöðu, að lög þeirra eigi að gilda umfram ES lög. ES hefur hótað lögsókn gegn Póllandi en Þýska ríkisstjórnin hefur lýst yfir,að hún muni virða lög ES að fullu.

Nú hefur dómstóll í Rúmeníu komist að sömu niðurstöðu og sá pólski,að lög Rúmeníu gildi umfram lög ES. ES mótmælir með sama hætti og fyrr, hótar málsókn og refsiaðgerðum. 

Skv. nýlegri skoðanakönnun í Rúmeníu, telja 70% Rúmena, að stjórnskipulegt fullveldi Rúmeníu sé svo mikilvægt, að það verði að greiða það gjald, sem því fylgir til að varðveita það. 

Rúmenía er eitt fátækasta land í Evrópu og nýtur verulegra styrkja frá ES. Landið þolir illa refsiaðgerðir. Samt sem áður er niðurstaða úr skoðanakönnuninni sú, að mikill meirihluti er reiðubúinn til að greiða það gjald sem fylgir því að varðveita fullveldi landsins.

Vonandi er jafnstór meirihluti Íslendinga líka tilbúinn að greiða það gjald sem þarf til að varðveita fullveldi Íslands. Tekist verður á um þau sjónarmið næstu ár þar sem ES ætlar hvergi að hvika í þeim áformum sínum að vera allsráðandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G Helga Ingadottir

Þarna er ES farið að sýna sitt rétta andlit og hver áform þess eru, sem sagt "YFIRÞJÓÐLEGT VALD"

G Helga Ingadottir, 15.1.2022 kl. 12:07

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Jón

Því miður virðist hvorki þing né þjóð átta sig á hvert stefnir.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 16.1.2022 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 195
  • Sl. sólarhring: 802
  • Sl. viku: 4709
  • Frá upphafi: 2426579

Annað

  • Innlit í dag: 178
  • Innlit sl. viku: 4366
  • Gestir í dag: 177
  • IP-tölur í dag: 175

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband