Leita í fréttum mbl.is

Flottastir allra

Okkur hættir til að ofmetnast í sjálfumgleði og teljum okkur þá á stundum vera flottust allra. Forsetar lýðveldisins virðast haldnir þessari meinloku í ríkara mæli en flestir.  Fyrrverandi forseti fann upp útrásargenið og því værum við með bestu og flottasta banka- og kaupsýslufólkið. Svo kom Hrunið. 

Núverandi forseti telur okkur eiga flottasta sóttvarnarteymi í heimi og sæmdi það fálkaorðu í júní 2020, af því að þá hafði það að hans mati unnið fullnaðarsigur á Kóvíd. Rúmu einu og hálfu ári síðar fjölgar smitum sem aldrei fyrr, en ríkin í kringum okkur eru að aflétta öllum hömlum.

Heilbrigðisráðherra reynir að koma sér fyrir á bólakafi ofan í vasanum á sóttvarnarlækni jafnvel þó að eini alvöru lögfræðingurinn í ríkisstjórninni segi það lögleysu. 

En tillögur  sóttvarnarlæknis eru ekki að virka. Smit mældust fleiri í gær en nokkru sinni fyrr, en þetta reynist ekki verra en umgangspest. Er þá ekki rétt að láta heilbrigða skynsemi stjórna för og segja við sóttvarnarlækni - ekki meir - ekki meir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Nýja afbrigðið smitar óháð takmörkunum, og jafnvel óháð sprautum. Hér eru gögn frá einu minnst óbólusetta ríki Evrópu, ef ekki það alminnst bólusetta:

https://www.worldometers.info/coronavirus/country/romania

Smit í himinhæðum en dauðsföllin flöt. 

Eitt mest sprautaða ríkið með svipuð gröf:

https://www.worldometers.info/coronavirus/country/germany

Það hefði verið nær að setja milljarðana í að lækna fólk í stað þess að einangra börn og drepa fólk úr krabbameini vegna skors á skimunum.

Geir Ágústsson, 30.1.2022 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 51
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 1528
  • Frá upphafi: 2488146

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 1400
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband