Leita í fréttum mbl.is

Mun einhver viđurkenna mistök?

Vísindamenn viđ einn fremsta háskóla í Bandaríkjunum "John Hopkins háskólann í Maryland" í samvinnu viđ vísindamenn í Danmörku og Svíţjóđ hafa komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ samkomutakmarkanir, skólalokanir og ađrar harđar ađgerđir stjórnvalda í baráttunni viđ Kóvíd höfđu ekki tilćtluđ áhrif. Niđurstađan kom vísindamönnunum á óvart, en hún var ađ e.t.v. hafi harđar ađgerđir stjórnvalda dregiđ úr dánartíđni um 0.2% í mesta lagi. Ţá er ekki tekiđ međ í reikninginn hvađ ráđstafanir stjórnvalda ollu mörgum dauđsföllum. En ţegar allt er tekiđ til alls er líklegt ađ ađgerđirnar hafi ekki bara veriđ unnar fyrir gýg heldur valdiđ meira tjóni en ávinningi.

Niđurstađa ofangreindrar rannsóknar sýnir líka ađ í ţjóđfélagi sem býr viđ hátt menntunarstig og gott upplýsingastig, ţá er hćgt ađ treysta fólki til ađ meta áhćttuna og haga sér samkvćmt ţví. Leiđ lýđrćđis og upplýsinga er fćr og ţađ er ekki ţörf á ađ svipta brorgarana grundvallarmannréttindum eins og gert hefur veriđ.

Í gćr mćldust fleiri Kóvíd smit á Íslandi en nokkru sinni fyrr, ţrátt fyrir ýmsar ráđstafanir stjórnvalda. Frá ţví í nóvember hefur engu skipt hvort sóttvarnarráđstafanir vćru hertar eđa slakađ á ţeim. Smitin eru samt í hćstu hćđum. Sú stađreynd ein og sér sýnir ađ sóttvarnarstefan ríkisstjórnarinnar er mistök og ţessi mistök kostar ţjóđfélagiđ milljarđa. Ţessi stađa rennir auk heldur stöđum undir meginniđurstöđun vísindarannsókna John Hopkins háskóla o.fl.

Vísindamenn og stjórnmálamenn, sem hafa beitt sér fyrir ströngum sóttvarnarráđstöfunum vegna Kóvíd munu rembast viđ ađ segja okkur ađ ţetta sé allt saman tóm vitleysa, ađ ţćr fórnir sem fćrđar hafi veriđ á altari sóttvarnarlćknis og heilbrigđisráđherra í samtaka ríkisstjórn međ stjórnarandstöđu, sem krafđist enn harđari ráđstafana, ađ segja okkur ađ ţrátt fyrir ađ vísindin segi ađ ţetta hafi allt veriđ mistök, ađ ţá séu ţađ ekki mistök heldur hafi haft stórkostlega ţýđingu. 

Á sama tíma berast fregnir frá Ísrael, sem er leiđandi í bólusetningum og búiđ ađ bólusetja flesta međ fjórđa skammtinum, ađ dauđsföllum ţar fjölgi ţrátt fyrir ţetta. 

Hver er ţá niđurstađan? 

Gripiđ var til frelsissviptingar fólks af ţví ađ tćknin leyfđi ţađ. Ţessar frelsissviptingar reynast hafa veriđ óţarfar, ţađ mátti treysta fólkinu til ađ gćta sín. Ađgerđirnar hafa kostađ gríđarlega fjármuni, sem munu rýra lífskjör á komandi árum og auka fátćkt. Engin mun bera ábyrgđ á ţessum geigvćnlegu mistökum.

Ţegar allt kemur til alls ţá var ţetta alltaf spurning um pólitík, en ekki vísindi eins og ritstjóri enska blađsins "The Spectator" Fraser Nelson segir í grein sinni "The lockdown estapblishment will never accept that its disastrous policy failed". 

Ţeir sem hingađ til hafa gert hróp ađ okkur, sem höfum viljađ rćđa meint vísindi sóttvarnarlćknis og heilbrigđisráđherra og sagt ađ frjálsar umrćđur í frjálsu ţjóđfélagi vćru óvinafagnađur, ćttu nú ađ viđurkenna, ađ óvinafagnađurinn er sá mestur ţegar stjórnmálastéttin, fjölmiđlaelítan og meintu vísindi ţeirra sem ráđa međ ofurţunga ríkisfjölmiđila og annarra útiloka ađ eđlileg skođanaskipti og gagnrýni eigi sér stađ. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Kristján Hjaltested

Frábćr pistill.

Takk fyrir.

Sigurđur Kristján Hjaltested, 6.2.2022 kl. 13:44

2 identicon

Ég verđ ađ viđurkenna ađ ég skil ekki hvađ margir sjálfstćđismenn skilja ekki stóra sigurinn međ ţví ađ hafa ţessar samkomutakmarkanir, sigurinn felst í ţví ađ hafa teigt á flćđi sjúkdómsins yfir í omikronafbrigđi sem er miklu vćgara, ţađ er ekkert grín hvađ fólk hefur vekist alvarlega af fyrri afbrigđum.

kv.

Alli

allidan (IP-tala skráđ) 6.2.2022 kl. 15:40

3 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Ţakka góđan pistil, eins og ţín er von og vísa Jón. Dulítiđ merkilegt, nú ţegar virđist vera ađ rakna upp ţessi geggjun, ađ síđastliđna tvo daga í röđ, hefur ekki veriđ talađ einu orđi um covid á rúvinu. Ţó hafa aldrei fleiri greinst međ drápsveiruna svokölluđu.

 Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 6.2.2022 kl. 22:13

4 Smámynd: Bjarni Jónsson

Algerlega sammála ályktunum ţínum.  Tregđa íslenzkra sóttvarnaryfirvalda viđ ađ afnema hömlurnar á einu bretti sýnir, ađ ţau eru úti ađ aka í sóttvarnarlegum efnum og ríghalda í bábiljur sínar um, ađ opinber höft tjónki eitthvađ viđ veiru, sem komin er út um allt ţjóđfélagiđ.  Sćnskur lćknir, Sebastian Rushworth, hefur sýnt fram á međ samanburđi á milli Svíţjóđar, sem fór vćgt í sakirnar međ opinber höft, og BNA, ţar sem víđa voru mjög miklar hömlur, ađ opinber sóttvarnarhöft gegn C-19 útbreiđslu hafa ekki ađeins veriđ gagnslaus viđ ađ fćkka dauđsföllum af völdum SARS-CoV-2, heldur hafa höftin fjölgađ dauđsföllum af öđrum orsökum.  Forrćđishyggjan, sem hér hefur gengiđ á svig viđ Stjórnarskrá og almenn mannréttindi, hefur beđiđ skipbrot.  Ţađ er ekki hćgt ađ beita forrćđishyggju sem almennu úrrćđi, ţótt hún kunni ađ eiga rétt á sér gegn miklu hćttulegri faröldrum, eins og ebólu, ţar sem smitnćmiđ (smitstuđull) er lćgra en af ómíkron og delta.  Um mjög alvarlegan dómgreindarbrest er ađ rćđa, og mér sýnast lćknarnir, margir hverjir, ekki hafa veriđ barnanna beztir.  

Bjarni Jónsson, 7.2.2022 kl. 20:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 216
  • Sl. sólarhring: 508
  • Sl. viku: 4432
  • Frá upphafi: 2450130

Annađ

  • Innlit í dag: 197
  • Innlit sl. viku: 4126
  • Gestir í dag: 193
  • IP-tölur í dag: 191

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband