Leita í fréttum mbl.is

Bara forseti að nafninu til.

Allister Heath ritstjóri Sunday Telegraph skrifar um Joe Biden, hörmungina, í Hvíta húsinu sem er forseti Bandaríkjanna sem Heath segir að sé forseti að nafninu til og segir að öðru leyti:

Bandaríkin þurfa leiðtoga sem er ákveðinn og með framtíðarsýn. Í dag sitja þau uppi með forseta sem gerir endalaus mistök.

Í nánast í hvert skipti sem forsetinn talar telja aðstoðarmenn hans sig þurfa að leiðrétta það sem hann sagði. Joe Biden er Bandaríkjaforseti aðeins að nafninu til og sennilega lélegasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna.

Í síðustu viku kom vel í ljós í hvaða stöðu forsetinn svokallaði er í. Þá vék hann frá handritinu af ræðunni sem hafði verið samin fyrir hann og hann hélt í Póllandi, þegar hann sagði að „þessi maður (Pútín) getur ekki verið áfram við völd.“ Þessi orð er varla hægt að misskilja, en samt sem áður gerðu aðstoðarmenn hans það án þess að spyrja Biden um leyfi og gáfu út yfirlýsingu strax eftir að ræðan hafði verið haldin, þar sem sagði að orðin sem forsetinn notaði þýddu í raun ekki það sem lá í augum uppi. Þeir voru sjálfsagt að hugsa um að vernda Biden fyrir sjálfum sér með þessum klaufalega hætti. En þetta sýndi að hlutverk Biden eru bara að mestu leyti formleg. Ríkisstjórn hans og starfsfólk telur að það eigi ekki að taka það alvarlega sem Biden segir.

Biden er ekki uppspretta valds og ákvarðana og er sagður fleipra með það sem fólk hefur talað við hann í einkasamtölum og ætlast er til að fari ekki í hámæli. Undanfarna daga hefur það gerst aftur og aftur að yfirlýsingar forsetans eru dregnar til baka af þeim sem eru raunverulega við völd. Athyglisvert var þegar hann sagði félögum í flugsveit 82, að þeir ættu að fara til Úkraínu bráðlega einnig þegar hann sagði „að Bandaríkin mundu svara á sama hátt ef Rússar notuðu efnavopn.“ Eitt það versta sem hann sagði var í aðdraganda innrásar Rússa í Úkraínu „það er eitt ef þetta er minniháttar innrás og þá er spurningin hvað á að gera og hvað á ekki að gera. Biden var þá spurður hvort hann væri í raun að gefa Pútín leyfi til að gera minniháttar innrás í Úkraínu. Biden svaraði „Góð spuring. Þannig hljómaði það var það ekki.“

Starfslið forsetans er á þönum við að leiðrétta og gefa út aðrar yfirlýsingar en forsetinn. Bandaríska stjórnarskráin gerir raunar ekki ráð fyrir því að starfsliðið taki völdin af forsetanum heldur öfugt. Hvað skyldu fjölmiðlar síðan segja. Donald Trump mátti ekkert gera nema það væri gagnrýnt hástöfum af helstu fjölmiðlum í heimnum (ekki síst RÚV). En núna þegja þeir þunnu hljóði þó að ljóst sé að forsetinn sé ekki fær um að gegna embættinu. Það er í raun enn eitt hneykslið sem varðar fjölmiðla. Hefði þetta verið Trump hefði þess verið krafist að ríkisstjórnin beitti 25.gr bandarísku stjórnarskrárinnar sem varðar það hvort forseti er fær eða ófær um að gegna embætti.

Hvers vegna þessi þögn um Biden og algjör skortur á gagnrýni. Getur verið að það sé vegna þess að Demókratar telja að Kamala Harris varaforseti sé ekki heldur fær um að gegna embættinu.

Hugmyndir Biden í skattamálum og ríkisfjármálum valda líka ugg, en hann virðist feta í fótspor vinstri Demókrata sem stjórna ýmsum borgum í Bandaríkjunum. Þar er raunin sú, að venjulegt fólk og fyrirtæki reyna eftir megni að komast burt úr þeim borgum vegna óstjórnar.Þar sem þessir Demókratar stjórna hafa glæpir aukist, skólarnir eru í vanda, aukin skattheimta. Þessar borgir eins og New York,Chicago, San Fransico og Los Angeles misstu meir en 700 þúsund íbúa á meðan fólk sækir í bæjarfélög sem stjórnað er af Repúblikönum og af þeim 10 stöðum þar sem fjölgunin er mest eru 5 sem stjórnað er af Repúblíkönum í Texas og tvö af Repúblíkönum í Flórída.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 489
  • Sl. viku: 4060
  • Frá upphafi: 2426904

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 3770
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband