Leita í fréttum mbl.is

Homage to Catalonia.

Á Spáni tala menn um, að það sé vetur þó það eigi að vera komið vor. Bændur eru uggandi vegna mikilla kulda. 

Í gær fór ég til Alicante í rysjóttu veðri og sá þar bókina Homage to Catalonia eftir George Orwell. Þar fjallar hann um þáttöku sína sem sjálfboðaliði í borgarastyrjöldinni á Spáni 1937. En þá hafði hann aðsetur í Katalóníu aðallega í Barcelona.

Þar sem veðrið var öllu verra í dag en í gær, fór svo að ég kláraði bókina. Hún er mjög vel skrifuð og blaðamannshæfileikar Orwell leyna sér ekki. Aðrar bækur eftir hann eru m.a. Animal Farm og 1984. Hann var sannfærður vinstri maður við getum sagt kommúnisti og fór þessvegna til að berjast á Spáni.

Lýsingar hans eru eftirtektarverðar um margt m.a. hvernig kommúnistarnir brutu niður kirkjur og áttu í stöðugum innbyrðis átökum sín á milli þ.e. Trotskíistar gegn Sovét kommúnistum og allir gegn Anarkistunum o.s.frv.. Niðurstaða Orwell þessa þá sanntrúaða kommúnista var sú eftir að hafa barist á vígvellinum í hernum gegn Franco,að sú stjórn sem tæki við á Spáni hvort heldur Franco mundi vinna sigur eða kommúnistarnir, að það tæki við fasistastjórn í einvherri mynd. 

Uppgjör hans við kommúnísku hugmyndafræðina birtist síðan þegar hann skrifaði bækurnar Animal Farm og 1984. Hugleiðingar um þjóðfélag þar sem maðurinn er ekki frjáls heldur verður að lúta ofurveldi kerfisins og engin hugsun eða skoðun má komast að önnur en ríkishyggja stjórnvalda. 

Við ættum að huga að þessu í fimbulkuldanum, þegar við borgum háar fjárhæðir af hverjum bensínlítra vegna hjátrúarinnar um hamfarahlýnun af okkar völdum. 

George Orwell dó fyrir 72 árum, en boðskapur hans á enn erindi við okkur og við eigum ekki að sætta okkur við kúgun hins opinbera af því að stjórnmálamenn í auknum mæli eru þeirrar skoðunar að þeir eigi ekki að þjóna okkur, en telja sig eiga þess í stað að breyta okkur og aðlaga allt í samræmið við það sem Orwell lýsti í bók sinni 1984 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir fróðleikinn, ekki vissi ég að George Orwell hefði barist í spænsku borgarastyrjöldinni. Hann hefur þá sannarlega getað byggt á eigin reynslu í sínum ritverkum,ekki bara á bókalestri.

Merkilegt hvað hann reyndist sannspár í 1984, maður hefur horft á spádóma hans rætast með hryllingi,næstum því bókstaflega. Ekki er Animal Farm síðri og staðfestir eins og mannkynssagan sjálf, að byltingin étur oftast börnin sín.

Theódór Norðkvist, 4.4.2022 kl. 22:06

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Þegar Orwell snéri frá Spáni, eftir að hafa barist þar fyrir heims sósíalismann, gerðist hann harðasti andstæðingur hans af öllum sem hafa skrifað gegn þeirri djöfulmennsku.

Mæli með Spænsku myndinni "belle epoque" í þessu ljósi. Efnistökin eru ekki þau sömu, en hugsuðir sjá tenginguna, það má búast við því að Spænskir leiði endurreist mannvirðingu í Evrópu.

https://www.imdb.com/title/tt0103791/

Guðjón E. Hreinberg, 5.4.2022 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 388
  • Sl. sólarhring: 669
  • Sl. viku: 4902
  • Frá upphafi: 2426772

Annað

  • Innlit í dag: 363
  • Innlit sl. viku: 4551
  • Gestir í dag: 357
  • IP-tölur í dag: 341

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband