Leita í fréttum mbl.is

Rannsókn á stríðsglæpum

Sænsk yfirvöld hafa hafið rannsókn á meintum stríðsglæpum í Úkraínu. Mikilvægt er að safnað sé öllum þeim gögnum, sem hægt er að fá varðandi þann óhugnað sem nú á sér stað í Úkraínu. 

Rússar hafa verið sakaðir um að hafa myrt fjölda  borgara í í þorpum í nágrenni höfuðborgarinnar, en þeir neita því með öllu og segja myndir af líkum sé sviðsetning. M.a. þessvegna er mikilvægt að fá allar upplýsingar um málið frá óháðum aðila.

Hafi Rússar framið fjöldamorð á óbreyttum Úkraínskum borgurum svo sem þeim er gefið að sök, þá er það óafsakanlegur stríðsglæpur, sem þeir sem ábyrgð bera verða að svara til sakar fyrir. 

Sú var tíðin, að óbreyttir borgarar fengu að vera að mestu leyti í friði þó að ófriður geisaði og viðurkennt af þjóðum Evrópu, að stríð væri milli hermanna á vígvelli. Það breyttist því miður fyrir um 100 árum rúmum. Það breytir því þó ekki að ástæðulaus dráp á borgurum eru stríðsglæpur og algjör hryllingur sem ber að fordæma.

Hafi Rússar framið þau ódæði sem þeim eru gefin að sök,þá er það með ólíkindum að þeir skuli fara svona fram og geri þá hluti, sem geta ekki orðið til annars en að vekja upp andúð alls heimsins á hryðjuverkunum og þeim sjálfum. Mér finnst nánast ótrúlegt að nokkur geti verið svona vitifirrtur, en komi í ljós að einstakir rússneskir hermenn, yfirmenn þeirra og/eða yfirstjórn Rússlands beri ábyrgð á þessu, þá er ekki hægt að krefjast minna en þeir sem ábyrgð bera á málinu svari til saka með sama hætti og þeir sem á sínum tíma frömdu stríðsglæpi í gömlu Júgóslavíu.

Það er síðan löngu komin tími á að Vesturveldin reyni sitt ítrasta til að koma á friði í þessu stríði og hlutast til um að þeim sem framið hafa stríðsglæpi verði refsað og hugi að framtíðarsýn þar sem þær þjóðir sem nú berjast geti tekið upp eðlileg samskipti í framtíðinni og staðið saman að því að berjast fyrir friði, velferð og öryggi í okkar heimshluta. 

 


mbl.is Svíar hefja rannsókn á stríðsglæpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Strax eftir að her Úkraínu hrakti Rússa frá Kænugarði og Rússar flúðu kom í ljós hvað hafði átt sér stað. Fréttamenn frá Telegraph o.fl miðlum komu á staðinn. Íbúar báru vitni. Og líkin báru sannleikanum vitni. Það þarf ekki Bucha til; Mariupol o.s.frv, o.s.frv er nóg til að sanna stríðsglæpina.

Nýr Stalín hefur gert atlögu að Úkraínu rúmum 80 árum eftir hinn fyrri. Svik Þýskalands við Úkraínu 2014 ætla að reynast okkur öllum dýrkeypt.

Einar .S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 5.4.2022 kl. 23:27

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

https://thorsteinnsiglaugsson.wordpress.com/2022/04/05/the-denazification-of-ukraine-what-does-it-really-mean/

Þorsteinn Siglaugsson, 6.4.2022 kl. 00:07

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Góður þáttur hjá Agli Helga á Kiljunni þar sem hann talað eionkar upplýsandi bvið'ukrsínumann sem skýrði vandamálið ansi vel. Það yrði að drepa Pútín ef nokkur von ætti að vera um að semja

Halldór Jónsson, 6.4.2022 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 791
  • Sl. viku: 3790
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3466
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband