Leita í fréttum mbl.is

Forsetakosningar í Frakklandi

Í dag er kosið til forseta í Frakklandi á milli sitjandi forseta Emmanuel Macron og mótframbjóðanda hans Marine le Pen. Allar líkur eru á, að Macron verði endurkosinn, en því er spáð að Le Pen fái mun meira fylgi nú en síðast. 

Macron hefur ekki staðið undir væntingum franskra kjósenda og stefnumál hans varðandi Evrópusambandið og aðgerðir vegna meintrar hlýnunar loftslags af mannavöldum hafa ekki náð fram að ganga. Það fyrra vegna þess að Evrópuríkin utan Þýskalands hafa ekki viljað ganga jafn langt og Macron og það síðara vegna þess að Gulvestungar svokallaðir gripu til mikilla mótmæla strax og Macron ætlaði að skattleggja franska alþýðu til að borga fyrir draugasöguna um hnattræna hlýnun.

Le Pen boðar mikla stefnubreytingu í fyrsta lagi varðandi Evrópusambandið. Í öðru lagi varðandi aukinn félagslegan stuðning við þá sem minnst mega sín í þjóðfélaginu og í þriðja lagi baráttu gegn auknum innflytjendastraumi og sérréttindum múslima í Frakklandi. 

Hún er kölluð hægri öfgamanneskja og barátta Macron gengur út á það. En þá er spurning hvar eru öfgarnar. 

Ekki er Boris Johnson kallaður hægri öfgamaður þó hann hafi verið einn helsti baráttumaðurinn fyrir Brexit. 

Aukin áhersla Le Pen á samneyslu og félagslega aðstoð er ekki hægt að kalla hægri hvað þá hægri öfgar. En andstaða Le Pen við innflytjendastefnu Frakklands og sérréttindi múslima í Frakklandi leiðir til þess að vinstri sinnaða fjölmiðlaelítan stimplar hana sem hægri öfgamanneskju, en það er al rangt. 

Getum við kallað þann sem starfar innan lýðræðisþjóðfélags og stendur fyrir lýðræðisleg gildi öfgamann þó hann hafi ákveðnar skoðanir? Tæpast fólk getur verið yst til vinstri eða hægri, en það gerir fólk ekki að öfgafólki nema það hafni þeim sjónarmiðum sem lýðræðisþjóðfélag felur í sér þ.e. sami réttur allra til skoðana sinna, réttindi minnihluta o.s.frv. Marine Le Pen virðir leikreglur lýðræðisþjóðfélagsins, hún boðar ekki ofbeldi eða byltingu hvað er það þá sem gerir hana að öfgamanneskju skv. vinstri sinnuðu fjölmiðlaelítunni. Ekkert annað en það að hún vill virða frönsk gildi og franska menningu og hafnar innflytjendastefnunni sem þó allir viðurkenna að gengur ekki. 

Þó að Le Pen komi til með að tapa fyrir Macron þá er eitt ljóst. Meirihluti þeirra sem eru af frönsku bergi brotnir munu greiða henni atkvæði, en Macron getur reitt sig á að nær allir Múslimar í landinu muni greiða honum atkvæði og vinni hann sigur þá á hann Múslimunum það að þakka. 

Svo er nú komið fyrir frönsku þjóðfélagi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sennilega vinnur Macron, þó allt geti gerst.

Eitt sm þú nefnir í þessum pistli og vakið hefur athygli miína og eflaust fleiri, þegar talað er um þessa tvo frambjóðendur í fjölmiðlum. Macron aðeins nefndur með nafni, en nánast undantekningalaust hnýtt í Le Penn sem öfgahægrimanneskju, eða jafnvel poúlískrar öfgahægrimanneskju. Hlutlaus fréttamennska finnst nánast hvergi orðið. Îsland þar engin untantekning, með sína ríkisstyrktu fjölmiðlasúpu.

 Gôðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 24.4.2022 kl. 16:25

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

"hægri öfga[maður|kona]" == "ekki marxisti [eins og við góða fólkið]"

Guðjón E. Hreinberg, 24.4.2022 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 362
  • Sl. sólarhring: 1296
  • Sl. viku: 4820
  • Frá upphafi: 2467032

Annað

  • Innlit í dag: 348
  • Innlit sl. viku: 4488
  • Gestir í dag: 345
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband