Leita í fréttum mbl.is

Kynþáttafordómar á Íslandi

Forsætisráðherra mun eiga fund með tveim framákonum á Íslandi önnur er framkvæmdastjóra Búnaðarsamtaka Íslands og hin er varaþingmaður á Alþingi Íslands,kjörinn þingmaður þangað til endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi. Tilefni fundarins er að ræða meinta kynþáttafordóma á Íslandi en báðar konurnar eru af erlendu bergi brotnar.

Framgangur viðmælenda forsætisráðherra og staða þeirra í íslensku samfélagi sýnir e.t.v. betur en margt annað hvað við setjum lítið fyrir okkur af hvaða þjóðerni fólk er eða hvaða húðlit það hefur. Jafnvel þó að ráðherra hafi orðið fótaskortur á tungunni varðandi húðlit annarar þeirra og fengið samþykkta afsökunarbeiðni fórnarlambsins.

Hvað gefur forsætisráðherra þá tilefni til að kalla þessar framákonur til sín til að ræða meinta kynþáttafordóma. Getur það verið eðlileg starfsemi lögreglu við að sinna ábendingu þegar hún leitaði hættulegs afbrotamanns af erlendu bergi brotinn, en sinnti starfi sínu af fullri prúðmennsku og virðingu gagnvart þeim sem var ranglega bent á. Þær aðgerðir lögreglu bera engan vott um kynþáttafordóma. 

 Sumir telja sig jafnari en aðrir en þeir eru líka til sem eru móðgunargjarnari en aðrir og telja að sér vegið geti þeir tengt sig við minnihlutahóp. Slík hróp eru ansi hvimleið í þeimi tilvikum þar sem þau eiga ekki rétt á sér, sem er æði oft. 

Við erum þjóðfélag sem er að sligast vegna kostnaðar við að halda úti vitlausustu löggjöf um útlendinga á heimsvísu. Þjóðarnauðsyn ber til að breyta þeirri löggjöf en það hefur ekkert með kynþáttafordóma að gera heldur almenna skynsemi.  

Sumt af því fólki sem hrópar hátt um að þeim séu sýndir kynþátta- eða aðrir fordómar og niðurlæging setur sig á stundum í stöðu fórnarlambsins án tilefnis. Tilburðirnir eru eins og hjá ofurfótboltahetjum sem láta sig falla niður þegar tekið er í treyjuna þeira og veltast um afmyndaðir af sársauka þangað til þeir standa upp og halda áfram leiknum eins og ekkert hafi í skorist. Af því að það var ekkert tilefni sem réttlætti þetta frekar en oft er um að ræða varðandi upphlaup meintra fórnarlamba. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 739
  • Sl. viku: 4520
  • Frá upphafi: 2467471

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 4203
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband