Leita í fréttum mbl.is

Er þjófnaður sæmd?

Tvær konur sem kalla sig listakonur stálu eða létu stela listaverki Ásmundar Sveinssonar "Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku"

Þegar þjófnaðurinn uppgötvaðist og hið þjófstolna fannst inni í klambri sem þær stöllur kölluðu listaverk, voru þær kokhraustar og réttlættu þjófnaðinn með því að listaverk Ásmundar Sveinssonar af einum mesta kvennskörungi sögualdar hafi verið rasískt. Að þeirra mati hefur þá hver sem er rétt á því að gera hvað sem er við hið raunverulega listaverk Ásmundar.

Í frjálsu þjóðfélagi hefur fólk tjáningarfrelsi og getur haldið fram sínum skoðunum, en það réttlætir ekki, að einstaklingurinn fari sínu fram og taki sér sjálfdæmi um að framfylgja hverju svo sem honum dettur í hug jafnvel þó það gangi á réttindi annarra. Ef við samþykkjum það, þá er komið hið raunverulega frumskógarlögmál sem endar alltaf með  því að sá sterkari fer sínu fram að geðþótta gagnvart hinum veikari.

Þegar þjófnaður kvennana sem kenna sig við list uppgötvaðist hljóp til lögmaður þeirra og talar um sæmdarþjófnað,(sem hún raunar nefnir sæmdarrétt)  þar sem þær stöllur  hafi  komið hinu þjófstolna inn í klambureldflaugina sem þær gerðu og kalla listaverk. Væri fallist á þá skoðun þá getur hver sem er stolið hverju sem er og réttlætt það með einhverjum fáránleika eins og "listakonurnar" gera og komið  hinu þjófstolna inn í eitthvað klambur og slegið þar með sinni "sæmdar" eign á hið stolna. 

Ekki væri það nú beinlínis hugnanlegt eða mundi stuðla að friði og allsherjarreglu í samfélaginu. Er ekki rétt að þær stöllur sem stálu listaverki Ásmundar fái sömu meðferð og aðrir þjófar?

 

 

 


mbl.is Leyfi höfundar þarf að liggja fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Auðvitað eiga þær að fá sömu meðferð og aðrir þjófar, ætli þær hafi ekki líka stolið olíutunnunum tveimur sem þær létu einhvern hrækja saman fyrir sig og kalla eldflaug. Ætli höfundur olíutunnanna hafi gefið þeim leyfi fyrir að fylla þær af listaverkum í stað olíu?

Rafn Haraldur Sigurðsson, 27.4.2022 kl. 13:06

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Framkoma thessara kvenna er med olikindum og erfitt ad atta sig a tvi hvers vegna thaer eru ekki medhondladar eins og adrir thjofar.

 Thar ad auki er redurtaknsoskapnadurinn sem thaer kalla listaverk ekkert annad en illa smidad kynferdislegt areiti a almannafaeri og aetti ad fjarlaegja hid snarasta og setja i endurvinnslu.

 Godar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 27.4.2022 kl. 17:42

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það væri sæmdi í því ef einhverjir tækju sig til og stælu "eldflauginni" þeirra og gerðu hana að hluta í eigin verki. Réttlæta mætti þetta sem ádeilu á feðraveldið t.d. með augljósri tilvísun í reðurlag verksins. Svo gætu aðrir stolið því verki og svo koll af kolli.

Öllum mætti svo vera heimilt á grunni sæmdar að taka hvaða verk sem er í þessum tilgangi, segjum Ingólf, Leif eða vatnsberann.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2022 kl. 17:59

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Er semsagt ekki búið að kæra þær fyrir þetta skemmdarverk?

Hvers vegna ekki?

Ásgrímur Hartmannsson, 27.4.2022 kl. 19:33

5 identicon

Má enginn Stella nema Erró?

Gunni (IP-tala skráð) 28.4.2022 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 620
  • Sl. viku: 2959
  • Frá upphafi: 2294578

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 2696
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband