Leita í fréttum mbl.is

"Snillingurinn"

Borgarstjórinn í Reykjavík Dagur B.Eggertsson hefur sýnt af sér meiri snilli viđ ađ halda völlum en nokkur annar íslenskur stjórnmálamađur sennilega fyrr og síđar. 

Völd hans í Borginni byggjast m.a.ađ hilla til sín villuráfandi Framsóknarmann, taka skemmtikraftinn sem fékk á sínum tíma fylgi í borgarstjórnarkosningum, í fangiđ og gera hann ađ borgarstjóra, ţó ađ Dagur stýrđi  öllu og réđi öllu. Nema e.t.v. litnum á kjól skemmtikraftsins í gleđigöngum ţess tíma.

Ţrátt fyrir stöđugt minnkandi fylgi viđ Dag í kosningum, ţar sem flokkur hans hefur beđiđ hvert afhrođiđ á fćtur öđru, ţá hefur Degi alltaf tekist ađ koma skríđandi úr brunarústum Samfylkingar og fá til liđs viđ sig nýja flokka til ađ halda völdum. 

Slíkur línudans og pólitísk ástaratlot sem borgarstjóri hefur sýnt ţeim sem hann ţarf ađ eiga vingott viđ til ađ halda völdum hefur ađ sjálfsögđu kostađ sitt en ţann kostnađ greiđa borgarbúar en ekki Dagur sbr. aukin launakostnađ borgarstjórnar síđast til ađ ná Vinstri grćnum um borđ. 

Ţó Dagur hafi sýnt af sér mandaríska snilld viđ ađ halda völdum, hefur snilldin ekki veriđ sú sama viđ ađ stjórna borginni. Fjárhagsleg stađa Borgarinnar er hrćđileg, viđhald gatna er fyrir neđan allar hellur, hreinsun gatna og gangstíga er óviđunandi. Reykjavík  Dags B. Eggertssonar er borg ţar sem svifryksmengun er iđulega yfir hćttumörkum og veldur dauđsföllum í borg sem telur rétt rúm 100 ţúsund íbúa. 

Vegna pólitískrar bábilju og tískustrauma reynt ađ ráđa ţví međ hvađa hćtti fólk fer á milli stađa. Stefna Dagsmeirihlutans í samgöngumálum og fleiri málum byggir á alrćđishugmyndum og fyrirlitningu á venjulegu vinnandi fólki og getu ţess til ađ taka eigin ákvarđanir.

Getur virkilega einhver nema innvígđur og innmúađur Pírati, VG. Viđreisn eđa Samfylkging greitt ţeim flokkum atkvćđi sem stóđu ađ braggaruglinu í Nauthólsvík. Ţar kom í ljós algjör  óstjórn, spilling og ill međferđ á almannafé. Ţađ er ţó bara toppurinn á  stóra borgarísjaka spillingarinnar. 

"Snillingur" eins  og Dagur getur ekki haldiđ pólitískum loftfimleikum sínum áfram nema ađrir séu tilbúnir til ađ taka ţátt í loddaraleiknum međ honum. Á ţađ geta Reykvíkingar ekki látiđ reyna enn einu sinni. Meirihlutaflokkana í borgarstjórn er ţví ekki hćgt ađ kjósa.

Atkvćđi greitt Samfylkingu, VG, Pírötum og Viđreisn í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík er atkvćđi greitt međ áframhaldandi spillingu, áframhaldandi fjármálalegri óstjórn, áframhaldandi afskiptum af ţví hvernig borgararnir ferđast og áframhaldandi loftmengun auk ýmiss annars. 

Dönsku stráin viđ braggan í Nauthólsvíkinni ţó ekki vćru annađ ćttu ađ vera nóg til ađ kjósendur höfnuđu algerlega Samfylkingu, VG,Pírötum og ađ ógleymdri nýjustu hćkjunni Viđreisn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Nefna mćtti mörg fleiri dćmi um spillingu.
Dóra Björt Pírati fékk 10.000.0000.000 til ađ leika sér međ í Stafrćnu Reykjavík. Verkefni sem ekki hefur skilađ neinu nema ađ fjárhagsáćtlunin hefur veriđ uppfćrđ "fjárfestingaráćtlunin upp á tćplega 13 milljarđa"   samkvćmt fundargerđ mannréttinda-, nýsköpunar- og lýđrćđisráđs.

Grímur Kjartansson, 8.5.2022 kl. 15:28

2 Smámynd: Jón Magnússon

Góđ ábending Grímur. 

Jón Magnússon, 9.5.2022 kl. 08:41

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 375
  • Sl. sólarhring: 1350
  • Sl. viku: 5517
  • Frá upphafi: 2469901

Annađ

  • Innlit í dag: 357
  • Innlit sl. viku: 5065
  • Gestir í dag: 356
  • IP-tölur í dag: 349

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband