Leita í fréttum mbl.is

Að dæma lifendur og dauða

Skv. kristinni trú er Jesú falið allt vald af Guði til að dæma lifendur og dauða. Prestlingurinn Davíð Þór Jónsson telur sig þó líka hafa þetta vald og hefur dæmt Vinstri græna til ævarandi helvítisvistar. Hvaðan skyldi Davíð Þór hafa þegið sitt vald? 

Lögregla mundi rannsaka orð Davíðs Þórs sem hatursorðræðu, hefði hann beint orðum sínum t.d. að transfólki eða múslimum. Sennilega gildir ekki það sama um Vinstri græna þó að þeir séu í meiri útrýmingarhættu en hinir hóparnir. 

Öfgafull orðræða prestlingsins í Laugarnessókn er vegna þess, að ríkisstjórnin hyggst framfylgja lögum og senda þá sem hafa dvalið hér ranglega á kostnað skattgreiðenda aftur  til þess lands þar sem þeir eiga rétt á að vera skv. þeim lögum sem að t.d. Samfylkingin og Píratar komu að því að semja.

Af hverju er prestlingnum svona uppsigað við Vinstri græna? Hvaða stað eiga þá Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn að mati klerksins, fyrst Vinstri grænir fara lóðbeint til helvítis. 

Dante vísaði til þess í bók sinni "Hinn guðdómlegi gleðileikur" (La Divina Comedia)að ákveðnir liðnir einstaklingar væru í helvíti en dæmdi engan þá lifandi, en það hefur páfinn gert á stundum og e.t.v telur Davíð Þór að hann hafi sama vald og páfinn og Jesús.

Allt er þetta með miklum  ólíkindum. Samfylkingin hamast við að berjast gegn því að framfylgt sé Evrópureglum varðandi hælisleitendum á sama tíma og flokkurinn berst fyrir því að þjóðin afsali sér fullveldi sínu og gangi í Evrópusambandið. 

En það er ekki bara Davíð Þór Jónsson sem missir sig í þessari umræðu. Í gær var dapurlegt að horfa á ofurfréttakonuna Sigríði Dögg Auðunsdóttur stjórna umræðuþætti þar sem Jón Gunnarsson ráðherra og Helga Vala Helgadóttir áttu að ræðast við. Það fór þó ekki svo. Sigríður Dögg Auðunsdóttir þáttastjórnandi fór mikinn og í hvert skipti sem hún hafði borið fram spurningu til ráðherra þá gat hún ekki unnt honum að svara, heldur greip stöðugt fram í og hélt orðinu og kom í veg fyrir að vitrænar umræður gætu átt sér stað. 

Dapur dagur fyrir annars ágæta fréttakonu, sem hefur margt gert vel. Dómsmálaráðherra lét þetta ekki valda sér hugaræsingi, en fór fram af stakri prúðmennsku eins og honum er lagið.

Ef til vill finnst prestlingnum Davíð Þór rétt að dæma ráðherrann til helvítisvistar fyrir prúðmennsku og málefnalega orðræðu. Fróðlegt væri líka að fá upplýsingar um það hjá biskupi hinnar furðulegu þjóðkirkju hvort hún hafi fært Davíð Þór vald til að dæma lifendur og dauða og hvort hún telji sig yfirhöfuð hafa eitthvað með slíka dóma að gera eða framsal slíks valds.

Er ekki kominn tími til að Biskupinn, RÚV, Samfylkingin, Rauði Krossinn og Davíð Þór ræddu þessi mál af skynsemi og án upphrópana eða helvítisprédikunar. Það færi þeim öllum betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Talandi um "hatursorðræðu," þá er ég nokkuð viss um að hann peyi verður böstaður fyrir hana (eða hefði verið, ef það hefði verið komið í lög samkvæmt forskrift XS).

Sem er slæmt mál, og vert að berjast gegn.

Ekki veit ég hvað tafði VG í að senda þessa flækinga alla til baka fyrr.  Hefði verið réttast að gera það allt jafn óðum, en VG eru hægfara hálfvitar.

Kann ekki að dæma um hvort vítisvist þarf fyrir slíka nesjamennsku, en finnst það persínulega ofaukið.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.5.2022 kl. 17:19

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Sigríður Dögg var ein af fótgönguliðum breta í ICEsave fjárkúgun þeirra, og þú mærir hana!!!

Kallast þetta ekki að vera samdauna??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.5.2022 kl. 17:33

3 identicon

Það er nú þetta með helvíti ef til vill er það til en þá er það hugsunarháttur hvers og eins ef hann fer til helvítis. Hinn sænski dulfræðingur Emanuel Svedenborg lýsti því á eftirfarandi hátt.Drottinn varpar engum til heljar,heldur dragast þeir andar þangað sem komið hafa yfir um með illann tilgang í hug sínum til heljar þeirrar sem þeir hafa tilhneigingu til,því aðeins þar geta þeir fundið félagsskap þann er þeir sækjast eftir. Stundum er illum anda leyft að koma til himna, ef hann æskir þess, en hann getur ekki þolað hreileikann og sé því fljótur að skipta um verustað. Illum öndum er ekki refsað fyrir illvirki sín á jörðinni,heldur kjósa þeir enn hið illa eftir að misgjörðir þeirra hafa verið útskýrðar fyrir þeim og góðleikurinn útskýrður fyrir þeim. Það er því ekkert ljótt í hegningu guðs hann sendir engann til heljar heldur ræður hugarfar og vilji hvar maðurinn hann lendir. Svo mörg voru hans orð um helvíti,gjörningur hvers og eins skapar af sér annan gjörning allt eftir góðleika eða illvilja hvers og eins.

Siigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 25.5.2022 kl. 20:04

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Frekar að ræða þessi mál en hvað er að gerast hjá WEF og WHO í Sviss.

Guðjón E. Hreinberg, 26.5.2022 kl. 03:28

5 Smámynd: Jón Magnússon

Ómar ég sagði að hún hefði ýmislegt gert vel. Þá var ég að tala um hana sem blaðamann en ekki skoðanir hennar minn kæri. 

Jón Magnússon, 26.5.2022 kl. 07:58

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú sérð blaðamann Jón, ég sé kvisling, og nota bene ekki vegna skoðana, heldur athafna.  En það er rétt, það er töggur í henni, skemmtileg tilbreyting frá ládeyðunni sem hafði grafið svo um sig hjá nátttröllinu í Efstaleiti.

En ég geri kröfu til þess að auðmennirnir sem leynt og ljóst hafa reynt að ræna samfélagi okkar síðustu 20 árin eða svo, kosti sinn eigin fjölmiðil en planti ekki málaliðum sínum á ríkisfjölmiðilinn sem almenningur fjármagnar.

Það litar mat mitt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.5.2022 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 676
  • Sl. sólarhring: 926
  • Sl. viku: 6412
  • Frá upphafi: 2473082

Annað

  • Innlit í dag: 613
  • Innlit sl. viku: 5841
  • Gestir í dag: 588
  • IP-tölur í dag: 575

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband