Leita í fréttum mbl.is

Öll dýr eru jöfn, en sum eru jafnari en önnur

Í bók sinni "Animal Farm" lýsir George Orwell því hvernig hin ráðandi dýr, svínin, sölsuðu undir sig öll völd og breyttu vígorðum byltingarinnar í samræmi við eigin hagsmuni. 

Stjórnmálastéttin á Íslandi hefur lögfest sérkjör hvað varðar eigin laun og æðstu embættismanna. Þau eru verðtryggð og hækka því mun meira en önnur laun í landinu. Katrín Jakobsdóttir telur þetta eðlilegt fyrir stjórnmálastéttina og embættismannaaðalinn en ekki aðra. Sum dýrin eru jú jafnari en önnur. 

Á sínum tíma voru bæði laun og lán verðtryggð í þjóðfélaginu, en það gekk ekki vegna þess að það var ávísun á óðaverðbólgu. Verðtrygging launa var því afnumin. En nú hefur hin ráðandi stétt innleitt hana aftur fyrir sig en að sjálfsögðu ekki aðra. Á meðan hagur launþega og neytenda versnar vegna óðaverðbólgu fitnar stjórnmálastéttin og embættismannaaðallinn því meir sem verðbólgan verður meiri.

Þar fyrir utan hafa sveitarstjórnarmenn komið sér upp launakerfi sem er gjörsamlega fráleit sjálftaka, að öllu venjulegu fólki ofbýður. Þeir fá líka laun þó þeir sinni ekki þeim störfum sem þeir voru kosnir til að gegna. 

Hvernig stendur á því að engin úr stjórnmálastéttinni hreyfir mótmælum og krefst jöfnuðar og sambærilegra launakjara og gildir um aðra launþega? 

Svarið getur ekki verið annað en að:

Stjórnmálastéttin öll er því miður gjörspillt.

Við það verður ekki unað að þessi siðlausa sjálftaka haldi áfram.

Vilmundur Gylfason heitinn orðaði svona háttalag á sínum tíma sem:

"Löglegt en siðlaust". 

Hversu lengi enn eigum við að láta stjórnmálastéttina misbjóða þolinmæði okkar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Burt með svínin!

Valdimar H Jóhannesson, 5.7.2022 kl. 19:39

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hef fylgst með umræðum á Alþingi þegar þeim er sjónvarpað og býður í grun að efni um launamál þingmanna muni aldrei vera á mælendaskrá. þeir eru auðvitað tilbúnir að sannfæra þjóðina um nauðsyn þess að hækka stýrivexti,vitandi að þeirra laun eru verðtryggð núna,ólíðandi.- "hversu lengi enn"? þessi sambúð er afleit,ólíðandi og siðlauus. 

Helga Kristjánsdóttir, 6.7.2022 kl. 04:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 371
  • Sl. sólarhring: 1359
  • Sl. viku: 5513
  • Frá upphafi: 2469897

Annað

  • Innlit í dag: 353
  • Innlit sl. viku: 5061
  • Gestir í dag: 352
  • IP-tölur í dag: 345

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband