Leita í fréttum mbl.is

Verðhjöðnunarlögin

Demókratar í Bandaríkjunum hafa fengið samþykkt lagafrumvarp sem þeir kalla verðhjöðnunarfrumvarpið (Inflation reduction act) Í fréttamiðlum hér hefur það iðulega verið nefnt loftslagsfrumvarpið, sem er ansi vel í lagt. Fyrst og fremst er þetta frumvarp sem kveður á um auknar millifærslur og skattheimtu þó að veita eigi verulega styrki til óarðbærrar svokallaðrar grænnar framleiðslu.

Skattahækkanir eru verulegar til að reyna að vega upp á móti auknum ríkisútgjöldum. Samt sem áður er talað um að með þessu nýja eyðslufrumvarpi muni skuldastaða Bandaríkjanna verða verri en Ítalíu. 

Munurinn á Ítalíu og Bandaríkjunum er sá, að Bandaríkin hafa hingað til prentað dollara út úr efnahags mistökum af því að dollarinn er heimsmynt. Hvað lengi geta þeir það? 

Biden fékk samþykkt eyðslufrumvarp 2021, sem hleypti af stað mikilli verðbólgu ekki bara í Bandaríkjunum heldur vítt og breitt um heimsbyggðina.

Nýasta lagasetning Biden Demókratana kemur enn til að magna verðbólguna og er því heiti frumvarpsins hrein öfugmæli. 

Hætt er við að Seðlabankastjóri Íslands megi sín lítið til að vinna gegn þeirri ofurverðbólgu sem  verðhjöðnunarlög Biden eru líkleg til að hafa í för með sér. 

Efnahagsstefna Biden er einstök. Til að draga úr verðbólgu er ausið út gjafafé til einstaklinga og fyrirtækja, en á sama tíma lagðir á skattar sem m.a. hækka verð á framleiðsluvörum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Áður en frumvarpið var samþykkt höfðu greiningaraðilar reiknað út að nettóáhrif þess á verðbólgu yrðu hverfandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.8.2022 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 1642
  • Frá upphafi: 2453440

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1490
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband