Leita í fréttum mbl.is

Erlent bakkelsi

Í frétt Mbl. í dag er sagt frá miklum innflutningi á bakkelsi. Það þýðir e.t.v. viðskiptatækifæri fyrir bakara og vonandi gengur það eftir, en engum dettur í hug að þessi innflutningur muni kollvelta hagkerfinu.

Þegar Viðreisnarstjórnin ákvað að afnema gjaldeyrishöft að mestu á sjöunda áratug síðustu aldar fóru Framsóknarmenn hamförum gegn því og töldu að allt færi til helvítis ef svo færi. Þá yrði fluttur inn allskyns óþarfi sögðu þeir, eins og t.d. danskir kökubotnar, sem Framsóknarmenn töldu að íslenskar húsmæður væru ekkert of góðar til að baka sjálfar. Á þeim tíma var einróma skoðun Framsóknarmanna að staða konunnar væri fyrir framan eldavélina. Síðar töldu þeir hana fyrir aftan hana.

Svo mjög breyttist þjóðlífið strax og gjaldeyrishöftin voru afnumin, að þá fengust epli, appelsínur og bananar allt árið en ekki bara fyrir jól og menn gátu keypt bifreiðar frá Vesturlöndum en ekki bara Trapant, Gaz og Moskvitsj. Já og kökubotnana sem og flest annað sem á þurfti að halda. 

Allar spár Framsóknarmanna um helvítisferð hagkerfisins með frjálsari gjaldeyrisviðtskiptum reyndust algjörlega rangar. Þess í stað þróaðist fjölbreyttara þjóðlíf með betri hag.

Samkeppni á landsvísu og milli landa og frjáls viðskipti skapa nefnilega velmegun, en það gera höftin ekki.

 

 


mbl.is Bakkelsi innflutt í stórum stíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Sæll Jón, ég held að bíllinn heiti Trabant, og svo er eldavélin heima hjá mér þannig staðsett að ég get gengið í krngum hana. Get verið hvort sem er, fyrir framan eða aftan hana. Annars góður pistill hjá þér um framsýni Framsóknarmanna.

Er ekki bara best að kjósa Framsókn!

Rafn Haraldur Sigurðsson, 15.8.2022 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 46
  • Sl. sólarhring: 1024
  • Sl. viku: 4349
  • Frá upphafi: 2458892

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 3995
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband