Leita í fréttum mbl.is

Örbirgð og kuldi

Stjórnmálastétt Evrópu, hefur um árabil hamast við að loka orkuverum og stuðla að svonefndum orkuskiptum, til þess, að koma í veg fyrir hlýnun af mannavöldum. Afleiðingin er hærra orkuverð til neytenda og heljartak Rússa á orkusölu.

Vinur minn í Danmörku á twin bifreið segir orkuverðið svo hátt, að honum detti ekki í hug að keyra á rafmagni, það sé miklu dýrara en bensínið.

Nú eru verksmiðjur í Evrópu, að draga úr framleiðslu og fólk býr sig undir helkaldan vetur. Orkuverð er svo hátt, að fólk hefur ekki efni á að hita húsin sín. 

Afleiðing af glórulausu ofstæki í orkumálum og hjátrú loftslagsbreytinga, verður til þess, að í vetur verður helkuldi víða á heimilum í Evrópu,af því að fólk hefur ekki efni á að hita upp. Framleiðsla dregst saman og örbirgð eykst vegna minni þjóðarframleiðslu. 

Kaldhæðni örlaganna verður þá, að fjöldi þeirra sem deyr úr kulda í Evrópu margfaldast vegna tilrauna stjórnmálastéttarinnar til að koma í veg fyrir að fólk deyi úr hita.

Því miður virðist íslenska stjórnmálaséttin jafnlangt gengin í ruglandanum og sú evrópska og hefur skuldbundið þjóðina til að greiða milljarðatugi á næstu árum á grundvelli Parísarsamkomulagsins svonefndas, sennilega af því að fólki finnst vera allt of  hlýtt á Íslandi. 

Á sama tíma berst forusturflokkur ríkisstjórnarinnar Vinstri grænir gegn því að vistvæn vatnsafls orkuver verði reist í landinu en hyggst leysa vandann með því að drita niður vindmyllum um allar koppagrundir. 

Væri ekki ráð að aftengja Vinstri græna frá forustu í íslenskri pólitík áður en þeir ná því marki að skapa sama ástand hér og ríkir nú í Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Það væri allra best að vinstri grænir hyrfu undir græna torfu.

Hef reyndar aldrei skilið að ein manneskja,Svandís Svavarsdóttir,

skyldi ein og sér geta skuldsett þjóðina fyrir tugi milljarða í

eitthvað loftlags rugl án þess að alþingi kæmi að þeirri ákvörðun.

Var sú undir skrift ekki kolólögleg.?

Búin að valda okkur nógu miklu tjóni og ætti að láta sig hverfa.

Sigurður Kristján Hjaltested, 4.9.2022 kl. 14:49

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... merking tungunnar er hruninn, glundroðinn hafinn.

Guðjón E. Hreinberg, 4.9.2022 kl. 14:49

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Að aftengja Vinstri græn?;ekki aðeins þjóðráð heldur bráð aðkallandi. 

Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2022 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 200
  • Sl. sólarhring: 1173
  • Sl. viku: 4628
  • Frá upphafi: 2422070

Annað

  • Innlit í dag: 189
  • Innlit sl. viku: 4219
  • Gestir í dag: 188
  • IP-tölur í dag: 185

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband