Leita í fréttum mbl.is

Heimurinn syrgir

Konungbornir verða ekki eilífir frekar en aðrir. Loðvík 14. Frakkakonungur var aldrei verið sáttur við að vera minntur á það. Helsta ráðgjafa hans varð einu sinni á orði "Allir deyjum við"  þegar hann sá svipinn á kóngi bætti hann við "eða næstum því allir."

Háöldruð drottning Stóra Bretlands er fallin frá. Hún naut þess, að vera landi sínu og þjóð ævinlega til sóma, þó hún hefði aldrei afgerandi áhrif á gang þjóð- eða heimsmála. Eðlilegt er að hennar nánustu syrgi hana sem og þegnar hennar minnist hennar sem farsæls þjóðarleiðtoga.

Elísabet var síðustu rúma tvo áratugi eins og góð gömul frænka eða amma, sem allir gátu látið sér líka vel við. Þegar slíkur aðili kveður eru vissulega kaflaskil og þá er spurning þegar sorgarathöfnum lýkur hvað gera skuli. 

Hvað með konungdæmið. Er það eðlilegt í lýðræðisríki?

Konungdæmið byggir á því að konungafólk sé æðra og öðruvísi en aðrir. Þeir eiga að hafa þegið vald sitt frá Guði og það tekur ekki bara til drottningar eins og Elísabetar heldur ættarinnar. Konungdæmi er andstæða lýðveldis, þar sem forustumaður þjóðar er þjóðkjörinn og allir borgarar eru jafnir. 

Mannréttinda- og lýðræðissinninn Thomas Paine, en hugmyndir hans koma m.a. fram í Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna, skrifaði metsöluritgerð á 18.öld sem hét "Common sense"(almenn skynsemi) Almenna skynseminn var fólgin í því að vera ekki með konung eða aðal. Paine segir að konungdæmi sé mikilvægasta uppgötvun djöfulsins til að viðhalda hjáguðadýrkun. 

Í Bretlandi tekur sonur hinnar ástsælu drottningar við. Fjarri fer því að hann sé yfirburðamaður að þekkingu eða mannviti. Hann hefur m.a. tvívegis spáð heimsendi vegna loftslagshlýnunar, án þess að nokkuð gerðist. Karl 3 telur, að hann sé meiri en aðrir í Bretlandi og þó víðar væri leitað þar sem Guð hefur valið hann eins og aðrar dúkkulísur og tindáta sömu gerðar. 

Væri ekki eðlilegt að lýðræðisríki mundu afnema þessa fokdýru fordild og skurðgoðadýrkun sem byggir í raun á andstæðu lýðræðislegra hugmynda?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þetta eru allt saman góðar hugleiðingar

sem að eiga stöðugt rétt á sér.

Hvað finnst bretunum sjálfum réttast að gera í þessu sambandi? 

Vilja allir halda í gamla ættarveldið, kostnaðinn

og þær sérrmoníur sem að fylgja því

eða myndi fólk t.d. frekar vilja taka upp forsetaþingræði

í bretlandi (eins og er í frakklandi)?

Þannig að bretar ættu þá kost á því að KJÓSA

sér kóng/forseta

í LÝÐRÆÐISLEGRI KOSNINGU.

Þannig að kóngurinn/forsetinn þyrfti þá SJÁLFUR að axla raunverulega ábyrgð á sinni þjóð

með því að hann þyrfti sjálfur

að leggja af stað með stefnurnar í öllum stóru málunum?

(Hvernig gæti SKÍFURITIÐ litið út þessu tengdu?

Jón Þórhallsson, 10.9.2022 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband