Leita í fréttum mbl.is

Ekki sama hver ræðst á hvern

Fyrir ekki alllöngu réðist her Aserbadsjan á Armena og hernámu mikið land og hröktu íbúana á flótta. Sú innrás ólíkt innrás Rússa í Úkraínu varð ekki tilefni til aðgerða af hálfu Bandaríkjanna eða Evrópusambandsins.

Engar refsiaðgerðir voru boðaðar og engar heitingar gagnvart árásaraðilanum Aserbadjan eða viðbúnaður. Rússum og Tyrkjum tókst að ná samningum um vopnahlé,en Vesturveldin létu eins og þeim kæmi þetta ekki við. 

Af hverju eru viðbrögðin svona ólík þegar innrásarlið ræðst inn í Armeníu annarsvegar og inn í Úkraínu hinsvegar?

Enn og aftur er það síðan sorglegt, að Vesturveldin, Evrópa og Bandaríkin, skuli ekki eiga neinn leiðtoga með framtíðarsýn og myndugleika til að koma á friði milli Úkraínu og Rússlands. Það hefði þurft að gera fyrir hálfu ári síðan.

Hætt er við því núna þegar harðnar á dalnum  hjá leitogum Rússlands, að þeir freistist til að grípa til örþrifaráða. Gagnvart slíkum aðilum er mikilvægt að standa fastur á sínu, en sýna sanngirni í leiðinni. 

 


mbl.is Vopnahlé á milli Armeníu og Aserbaídsjan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Held þetta sé vegna þess að vestrænir leiðtoger eru ekki með nein umsvif í Azerbajan eins og þeir voru með í Úkraínu.

Og nú er komin upp einhver svikamilla þar sem þeir geta grætt á að selja vopn fyrir peninga sem Úkrainumenn eiga ekki.  Almenningur á vesturlöndum splæsir.

Ekkert af þessu virðist hugsað langt fram í tímann, bara tækifærismennska.  Og ekki eitthvað sem við stjórnum.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.9.2022 kl. 15:42

2 identicon

Ég hef engar áhyggjur af leiðtogum Rússlands ,enda eru þeir stapílir og ábyrgir menn.
Ég hef mun meiri áhyggjur af leiðtogum Evrópu sem sjá eftir efnahag eigin ríkja niður í niðurfallið eftir misheppnaða atlögu að Rússlandi.
Það virðist ekki vera að þeir hafi neinn bakkgír,þeir bæta stöðugt í  og skapa stöðugt meiri vandræði.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 14.9.2022 kl. 10:02

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það er ekkert að harðna á dalnum í Rússlandi, nema menn lesi gulupressuna sem í daglegu tali nefnast vestrænir fjölmiðlar. Það er hins vegar allt rétt sem hér kemur fram, og mig langar að bæta við; vestrænir marxistar leyfa ekki leiðtoga með sýn, því þeim hættir til að draga Teymi, Nefndir, og Ráð til ábyrgðar.

Guðjón E. Hreinberg, 14.9.2022 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 487
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband