Leita í fréttum mbl.is

Skipta skal um þjóð í landinu

Sumu fólki liggur á að skipta um þjóð í landinu.

Þeir sem þannig hugsa láta spurningu um framtíð íslenskrar tungu, íslenskrar menningar og sérkenna ekki þvælast fyrir sér. Allt er mælt á vog gróða og auðsköpunar í sumum tilvikum klætt í búning mannúðar. Allt skal gert til að dansinn í kringum gullkálfinn verði sem trylltastur. Þannig var það líka fyrir Hrun með þeim afleiðingum að íslenska ríkið þurfti að ala önn fyrir þúsundum atvinnulausra, sem pappírsbarónarnir höfðu flutt til landsins á tímum óráðssíunnar

Ekki er spurt að því hvort að íslenskir borgarar séu betur settir, þeim líði betur eða séu  öruggari með því að opna landamærin. Þjóðin er aldrei spurð.

Við tökum hlutfallslega við fleiri hælisleitendum en nokkur önnur þjóð og neyðarástandi hefur verið lýst yfir á landamærunum vegna vaxandi straums svonefndra hælisleitenda. Þetta hefur orðið til þess að opna augu ábyrgra aðila fyrir því að bregðast verður við og afnema íslenskar sérreglur sem beina straumi gerviflóttafólks til landsins oft fyrir tilstilli alþjóðlegra glæpasamtaka.

Staðreyndir um það óefni sem þessi mál eru komin í, valda þó ekki vökunum hjá fulltrúum þeirra sem vilja dansa sem hraðast og mest í kringum gullkálfinn.

Í grein Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í gær sem og í leiðara Fréttablaðsins í gær koma fram þau sjónarmið að skipta verði hratt og vel um þjóð í landinu þannig að við fáum fleiri vinnuþræla á lágmarkslaunum, sem mundu þá í leiðinni halda niðri launum í landinu. Að þeirra mati er það forsenda þess að gróðapungar fyllist alsælu og byggð haldist í landinu. 

Með þessu er verið að rugla umræðuna. Það er sitt hvort kerfið þeirra sem koma til að vinna og þar stendur landið opið fyrir meira en 500 milljónum manna á EES svæðinu. Allt annað á við um hælisleitendur. 

Staðreyndin er sú sbr. reynslu nágrannaþjóða, að sú klisja að það sé efnahagslega hagkvæmt, að fá innflytjendur á aðeins við um fámennan hóp velmenntaðra innflytjenda. Slíkar staðreyndir þvælast ekki fyrir hugmyndfræðingum Viðreisnar og formanni Allsherjarnefndar Alþingis. 

Raunar er merkilegt að það skuli vera jafnháværar raddir áhrifafólks úr nánast öllum stjórnmálaflokkum, sem keppast við að halda í sænsku leiðina í málefnum hælisleitenda eins og hún var á árum áður. Svíar hafa þó sjálfir viðurkennt,að sú lei hafi verið röng og skaðleg fyrir sænskt þjóðfélag og breytt reglunum. Svíar glíma þó í ríkum mæli við afleiðingar af þessari glórulausu stefnu sinni. Mörg samhliða þjóðfélög og hverfi eru þar sem lögregla eða sjúkraflutningafólk fer ekki inn í nema með vernd vopnaðrar lögreglu svo dæmi sé nefnt. Stórir hópar fólks hafa ekki aðlagast sænsku þjóðfélagi og svo illa hefur þjóðfélagið breyst í kjölfar þessa að flestar nauðganir í heiminum hlutfallslega eru í Svíþjóð.

Þannig þjóðfélag fáum við innan skamms ef ekki verður brugðist við og stefnu þeirra sem skipta vilja um þjóð í landinu hafnað.

Hvað svo sem líður ágreiningi um ýmis mál, þá má leiðrétta þau nánast öll síðar. Það verður hinsvegar aldrei leiðrétt, ef við missum tökin á straumi hælisleitenda inn í landið og það verður aldrei leiðrétt ef við glötum tungu okkar og menningu. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Nákvæmlega Jón. Við megum ekki láta lögleysingjum eftir stjórn í landi okkar. Ef ekki verður brugðist við mun illa fara fyrir íslenskri þjóð.

Verður íslenska opinbert mál á Íslandi eftir 10 ár??? Eins og staðan er í dag er það óvíst að mínu mati. Ég hef verið að keyra erlenda ferðamenn um landið, víðast hvar sem ég hef komið við á þjónustustöðum s.s. gististöðum, sjoppum eða matsölustöðum hef ég ekki getað notast við íslenska tungu en enska verið það mál sem notað er sama hvaðan starfsfólkið er sem þjónustu veitir. Það fer hrollur um mig við þá tilhugsun.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.10.2022 kl. 13:29

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hlustaði á Jimmie Åkesson (SD yfir 20% fylgi) kynna stjórnarsáttmála nýju ríkistjórnarinna í Svíþjóð í morgun
Gegnum gangandi hert viðurlög
Innflytjendur verða að aðlaga sig og Svíþjóð sker niður allar sænskar sérreglur um  "mannúð" í innflytjendamálum
Öllum ráðum (þar með talið lagabreytingum) verður beitt til að uppræta glæpagengi svo þessi dráp úti á götum linni.
Svokölluð hægri bylgja í evrópu er tilkominn vegna þess að almennu fólki misbýður yfirgangur "góða fólksins"

Grímur Kjartansson, 14.10.2022 kl. 14:33

3 identicon

Katrín Jakobsdóttir er íslenskufræðingur og með meistarapróf í íslenskum bókmenntum. Hún hefur sagst vera unnandi íslenskrar tungu og menningar. Bróðir hennar er formaður Íslenskrar málnefndar. Því er hlálegt að hún sem forsætisráðherra skuli standa fyrir stefnu í hælisleitendamálum sem er augljóslega gríðarleg ógn við tungu okkar og menningu. Þjóðin hlýtur að kalla eftir að forsætisráðherra eigi eitthvert rökrænt svar til að bregðast við þessari ógn. 

S (IP-tala skráð) 14.10.2022 kl. 22:17

4 identicon

Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það er ekki eins og við viljum loka landamærunum. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er að við erum ófær um að meta það hverskyns fólk fær að verða íslendingar og við höfum enga leið til að útkljá þennan ágreining vegna þess að kerfin okkar ráða ekki við flækjustigið.

Það er algengt að fólk skeri á hnútinn í þannig stöðu og fari í uppreisn, ég hef verið að leita af fallegri leið í mark (allt mitt líf) en það er ekki neinn sem virðist vilja heyra það sem ég hef að segja.

Við erum ekki einungis umsetin flóttamönnum, það eru fleiri sem vilja landið okkar og þetta er bara byrjunin. Okkur vantar varnir og í okkar stöðu er besta vörnin sókn. Þessvegna þurfum við að byggja datalisp.is og breyta því hvernig samskiptatækni er notuð í stjórnmálum.

ilmu (IP-tala skráð) 17.10.2022 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.11.): 763
  • Sl. sólarhring: 971
  • Sl. viku: 5561
  • Frá upphafi: 2423607

Annað

  • Innlit í dag: 706
  • Innlit sl. viku: 5078
  • Gestir í dag: 669
  • IP-tölur í dag: 648

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband