Leita í fréttum mbl.is

40 manns

Sagt er að fulltrúar Íslands á loftslagsráðstefnu SÞ á sólarbaðstaðnum í Egyptalandi séu yfir 40. Vafalaust er það í anda ráðdeildar og sparnaðar að hafa sendinefndina ekki fjölmennari.

Það skiptir máli fyrir land eins og Ísland að leggja sitt að mörkum til að sýna dáð og dug í baráttunni gegn því að þjóðin megi njóta meiri hlýindi, betra og fjölbreyttara mannlífs og betri lýðheilsu.

Til að sporna við bættum hag þjóðarinnar að þessu leyti, má ekkert minna vera en að senda 40 valinkunna sómamenn og konur til að vinna sem mest og best gegn hagsmunum þjóðarinnar í bráð og lengd á alþjóðlegum vettvangi. 

Helsta framlag Íslands á loftslagsráðstefnum sem þessum hingað til, hefur verið að fjalla um kynræna loftslagshlýnun, sem hlítur að vera afar merkilegt fyrirbæri. Vafalaust er þar kominn einn helsti orsakavaldur þess, sem ógnar nú lífríkinu.

Það er þá aldrei að rödd Íslands fái ekki að heyrast á alþjóðavettvangi og þjóðir heims sjái hversu mikið og merkilegt rökrænt framlag þjóðin hefur fram að færa.

Að sjálfsögðu geta skattgreiðendur verið stoltir af því að eiga slíka og þvílíka fulltrúa á alþjóðavettvangi eða hlutfallslega langstærstu sendinefnd allra þjóða á þessari "mikilvægu" ráðstefnu, þar sem hver reynir að toppa hinn í frásögnum af því hvílíka hörmungartíma þjóðir heims lifi nú, þar sem allir eru að stikna til bana, ef ekki strax þá bráðum.

Samt deyja margfalt fleiri úr kulda en hita? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Þetta minnir á kirkjuþingin á miðöldum, þegar páfinn hótaði lýðnum helvítisvist, ef hann færi ekki að boðun kirkjunnar, en hvergi reyndist svo sukkið, svínaríið og trúleysið vera meira en í páfagarði.  Ef sendinefnd Íslands hefur ekki burði til að fjalla um raunverulegri viðfangsefni en kynræna hlýnun (fjallar hún um mismunandi áhrif hlýnunar á kynin), þá er rétt að láta hana um að komast heim án mælanlegrar losunar koltvíildis út í andrúmsloftið.

Bjarni Jónsson, 8.11.2022 kl. 10:51

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Formleg sendinefnd Íslands er skipuð 17 fulltrúum frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, matvælaráðuneytinu, Umhverfisstofnun og Orkustofnun. Þá styrkir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið fulltrúa ungmenna til þátttöku á fundinum og er þetta í annað sinn sem fulltrúi ungmenna er í hinni opinberu sendinefnd.

Auk hinnar formlegu sendinefndar sækja þingmenn og fulltrúar frá félagasamtökum og fyrirtækjum viðburði sem tengjast loftslagsráðstefnunni og eru þetta í allt á fimmta tug þátttakenda frá Íslandi.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/11/08/Loftslagsradstefna-Sameinudu-thjodanna-hafin/

Það væri kannski við hæfi að fá nafnalistann og upplýsingar um hver borgar fyrir hvern. Þarna segir að fulltrúar fyrirtækja verði á svæðinu - vonandi á eigin reikning!

Geir Ágústsson, 8.11.2022 kl. 16:26

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Alltaf godur Jon, en thessi einn sa albesti.

 Kvedja ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.11.2022 kl. 04:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 192
  • Sl. viku: 2414
  • Frá upphafi: 2298387

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2248
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband