Leita í fréttum mbl.is

Botninum náð

Vetrarsólstöður og nú fer daginn að lengja sem betur fer.

Þetta er búinn að vera óvenjulegur tími í desember með endalausu frosti, hörkusnjókomu og byl. Fyrir nokkrum dögum stakk umhverfisráðherra stóru fragtskipi í samband við rafmagn og sagði það merkan áfanga til að vinna gegn hnattrænni hlýnun. Þetta voru heldur betur áhrínsorð því að kuldamet var slegið í Reykjavík tveimur nóttum síðar, en þá mældist kuldinn í Víðidal í Reykjavík tæpar 23 gráður.

Þrátt fyrir kulda og fannfergi þá raskar það ekki ró þeirra sem hafa ánetjast loftslagstrúboðinu. Samkvæmt þeirra Biblíu eru miklir hitar, kuldar,þurrkar, rigningar sem og allar náttúruhamfarir merki um hnattræna hlýnun af mannavöldum. Þeir sem vilja nálgast málið af rökhyggju eiga því aldrei möguleika gagnvart þessu ofsatrúarfólki, sem neitar almennt að ræða málið en vísar í að yfir 90% vísindamanna séu á sama máli og þá þarf ekki frekari vitnana við eða hvað?

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður á RÚV hefur jafnan kallað til pöddufræðinginn, formann loftslagsráðs Íslands, þegar miklir hitar eru einhversstaðar í veröldinni til að fá hann til að vitna um það með því að spýta út úr sér á milli samanbitinna tannanna hvílík heimsendavá vofi yfir okkur vegna þess að við keyrum um á bensínbílum og förum í ferðalög. En Jóhanna kallar hann ekki til núna.  

Svo merkilegt sem það kann að vera, þá er náttúran söm við sig og það birtir og dimmir og hlýnar og kólnar án þess að við getum mikið gert í því. 

En við getum alla vega fagnað því að nú er botninum náð hvað skammdegið varðar og nú fer daginn að lengja. Vonandi fylgir því líka meiri hiti og betra veður. Það er heldur betur kominn tími til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 130
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 4118
  • Frá upphafi: 2450345

Annað

  • Innlit í dag: 119
  • Innlit sl. viku: 3830
  • Gestir í dag: 111
  • IP-tölur í dag: 110

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband