Leita í fréttum mbl.is

Kemur þeim þetta ekki við?

Í ágætri grein, sem Ragnar Önundarson fyrrum bankastjóri skrifaði í Morgunblaðið í gær kemur fram, að 4.000 hælisleitendur hafi komið til landsins vikuna 5.-11.desember.

Sambærileg tala fyrir Bretland miðað við fólksfjölda eru 720.000 manns. Allt árið í fyrra komu 40.000 manns með bátum til Bretlands. Bretar sætta sig ekki við það og hafa og ætla að grípa til margvíslegra ráðstafana m.a. senda hælisleitendur til Rúanda meðan mál þeirra fá meðferð í kerfinu. Sú aðgerð var dæmd lögleg á æðra dómstigi í Bretlandi í gær. 

Straumur hælisleitenda er orðinn svo stríður,að ekki verður við neitt ráðið og þá ættu stjórnvöld að grípa til neyðarráðstafana. Ráðherra útlendingamála Guðmundur Ingi Guðmundsson gerir samt ekki neitt annað en að fagna þegar ríkið tapar dómsmáli um málefni hælisleitenda. Sérkennileg ráðsmennska það.

Alþingi tók ákvörðun um að fresta að lögfesta bráðnauðsynlegar breytingar á lögum um málefni útlendinga sem dómsmálaráðherra lagði fram. Þar á bæ þykir fólki málið ekki brýnt. Á sama tíma býr fólk við stöðugan áróður ríkismiðilsins um nauðsyn þess að skipta um þjóð í landinu. Fólk er neytt til að borga kr. 20.000 á ári fyrir nef hvert eða 80.000 á fjögurra manna fjölskyldu fyrir þessa áróðursstöð.

Hvernig eigum við að fara að varðandi móttöku gríðalegs fjölda hælisleitenda sem streymir til landsins. Af sjálfu leiðir að við ráðum ekki við slíkt verkefni. Væri döngun í stjórnmálaforustu landsins þá væri þegar komin í gang neyðaráætlun til að bregðast við og koma í veg fyrir algert neyðarástands vegna örlætis þeirra sem ausa út peningum annarra. 

Í október  lýsti  Ríkislögreglustjóri yfir hættuástandi á landamærunum vegna mikils fjölda hælisleitenda sem streymdu til landsins. Síðan þá hefur ekkert verið gert af hálfu ríkisstjórnarinnar til að bregðast við og ráðherrann Guðmundur Ingi sem málið  heyrir undir sér enga ástæðu til að gera neitt annað en að klóra sér í höfðinu og e.t.v. víðar og fagna því að ríkið tapi dómsmálum þannig að leiðin verði enn greiðari fyrir hælisleitendur.

Hver er eiginlega stefna þessara voluðu ríkisstjórnar í þessum málum ef hún yfirleitt hefur einhverja? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 665
  • Sl. sólarhring: 683
  • Sl. viku: 3721
  • Frá upphafi: 2295399

Annað

  • Innlit í dag: 611
  • Innlit sl. viku: 3398
  • Gestir í dag: 591
  • IP-tölur í dag: 578

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband