Leita í fréttum mbl.is

Stöðvum morð og ofsóknir gegn kristnu fólki

Helsta trúarhátíð okkar kristins fólks er að ganga í garð. Við á Vesturlöndum njótum þess, að geta áhyggjulaust undirbúið jólin og íhugað hvað við eigum að gefa fjölskyldu og vinum í jólagjöf. 

En það er ekki allt kristið fólk, sem býr við sömu forréttindi og við. Í mörgum löndum er hættulegt fyrir kristið fólk að mæta til jólamessu á aðfangadagskvöld.

Í síðasta mánuði var kristið fólk drepið víðs vegar um heiminn vegna trúar sinnar og kirkjur og kristnir helgistaðir eyðlagðir: 

Í Islamaband höfuðborg Pakistan var kirkja og heimili meira en 200 kristinna íbúa eyðilögð með jarðýtum. Aserbadjan heldur áfram að eyðileggja klaustur og kristna helgistaði í héruðum sem þeir lögðu undir sig í árásarstríði á Armeníu fyrir nokkru. Landamæri Armeníu voru ekki heilög að mati Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem landamæri Úkraínu.

Í Mosambiqe voru margir tugir kristinna drepnir af Íslamistum í aðskildum árásum. Yfir 40 kristnir voru myrtir í Nígeríu í árásum múslimskra vígamanna.

Árásir og mannréttindabrot áttu sér stað gegn kristnum í mörgum fleiri löndum m.a. Tyrklandi, Indónesíu og Súdan. 

Hvern einasta mánuð ársins er tugir og hundruð kristins fólks drepið, limlest eða svipt borgaralegum réttindum vegna trúar sinnar nánast alltaf af múslimskum vígamönnum eða stjórnvöldum. 

Bandaríkin og Evrópusambandið hafa ekki haft mikil afskipti af því harðræði sem kristið fólk býr við í nánast öllum löndum sem játa Múhammeðstrú. Landamæri kristinnar trúar eru stjórnvöldum í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum ekki mjög hugleikin.

Við gerum ekki nóg til að vekja athygli á hlutskipti okkar minnstu bræðra sem standa fremst í víglínunni til verndar trúarinnar.

Við getum líka áfellst kristnar kirkjudeildir fyrir afskiptaleysi m.a. íslensku þjóðkirkju,sem hefur þrátt fyrir áskoranir látið sem sér komi  ofsóknir gegn kristnum meðbræðrum og systrum ekki við. 

Því miður hefur verkhelgin í kristnum kirkjum og hlaup kirkjudeilda mótmælenda eftir vinsældum dregið úr skilvirkni trúarlegrar boðunar og samstöðu með kristnu fólki, sem á um sárt að binda. 

Við skulum beita okkur fyrir því að kristin ríki grípi til aðgerða til verndar kristnu fólki um allan heim á næsta ári og geri það að forgangsverkefni. Það er besta jólagjöfin, sem við getum gefið trúarsystkinum okkar. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærar þakkir fyrir þessa jólahugleiðingu Jón Magnússon.Hún er tímabær áminning til okkar kristinna manna á Íslandi.

Í sjötta kafla Galatabréfsins segir Páll postuli okkur: Þess vegna skulum vér, meðan tími er til, gjöra öllum gott og einkum trúbræðrum vorum.

Þar segir hann einnig þetta: Berið hver annars byrgðar og uppfyllið þannig lögmál Krists. Ekkert minnist Páll á að alla kirkjur ætu að stunda SJÁLFBÆRNI.

Gleðileg jól Jón, gott og farsælt komandi ár og þökk fyrir það liðna.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.12.2022 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1233
  • Sl. sólarhring: 1255
  • Sl. viku: 3482
  • Frá upphafi: 2413583

Annað

  • Innlit í dag: 1162
  • Innlit sl. viku: 3162
  • Gestir í dag: 1135
  • IP-tölur í dag: 1076

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband