Leita í fréttum mbl.is

Var ríkisvaldið skilvirkara á tímum pennans og póstvagnsins

Vöxtur ríkisins frá því að fulltrúalýðræðinu sem við þekkjum var komið á hefur verið ógnvænlegur. Fram að fyrri heimstyrjöld sem hófst 1914 gat engin ríkisstjórn í heiminum náð meiru frá borgurum sínum en örlitlum hluta af þjóðarframleiðslunni. Hlutur ríkisins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu var á þeim tíma milli 5 til 6%.

Sjóðir ríkisins voru takmarkaðir og öll ríki hvort heldur þau voru lýðræðisríki eins og Bretland eða keisaradæmi eins og Rússland þurftu að fara mjög varlega varðandi fjárútlát og takmarka þau sem mest. Vegna þess hvað ríkið hafði takmarkaðar tekjur þá gat það ekki tekið að sér að verða þjóðfélagsleg eða fjármálaleg miðstöð. Velferðarkerfi hafði þó verið komið á í nokkrum ríkjum fyrst í Prússlandi seinni hluta nítjándu aldar.

Ríkisvaldið sinnti því meginhlutverki að gæta öryggis borgaranna, lögum, reglu, innanlandsfriði og lágmarksvelferð. Hvernig stóð á því að ríkið gat sinnt þessum brýnustu þjóðfélagslegu verkefnum með því að leggja innan við 10% heildarskatta á borgaranna? Þá er verið að tala um tekjuskatta, eignaskatta, tolla, virðisaukaskatt og aðra skatta hvaða nafni sem þeir nefnast. Getur verið að stjórnkerfi ríkisins hafi verið skilvirkara á öld pennans og hestvagnanna en tölvunnar og bílsins.

Eftir lok síðari heimstyrjaldar 1945 hefur ríkið tekið meira og meira af tekjum þjóðfélagsins til sín. Víða í okkar heimshluta er hlutur hins opinbera meir en helmingur af þjóðarframleiðslunni. Að hluta til taka ríki og sveitarfélög lán hjá framtíðinni fyrir ofureyðslu sína í dag. Æskufólk og ófæddir hafa engan ákvörðunarrétt eða atkvæðisrétt í þeim efnum.

Hér á landi tekur hið opinbera um helming þjóðartekna hvað sem öllum upphrópunum um markaðsþjóðfélag og frjálshyggju líður.

Finnst fólki það í lagi, að ríkið seilist æ dýpra ofan í vasa borgarana og safni auk þess skuldum til að standa undir auknum umsvifum, auknum millifærslum til einstaklinga, og fyrirtækja, gæluverkefna stjórnmálamanna og greiðslum til fólks sem okkur kemur ekkert við? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 504
  • Sl. sólarhring: 558
  • Sl. viku: 2753
  • Frá upphafi: 2412854

Annað

  • Innlit í dag: 479
  • Innlit sl. viku: 2479
  • Gestir í dag: 474
  • IP-tölur í dag: 456

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband