29.12.2022 | 10:10
Samhliða þjóðfélög eða þjóðleg heild
Svo virðist, sem engin sé að velta fyrir sér afleiðingum þeirrar miklu fjölgunar útlendinga sem hafa sest hér að á undanförnum nokkrum árum og með hvaða hætti eigi að bregðast við.
Nú er u.þ.b.einn af hverjum fimm íbúum Íslands af erlendu bergi brotin og fjölgaði á árinu 2023 um 10.000 manns. Þetta er svo mikil fjölgun að þegar af þeirri ástæðu eru komnir brestir í ýmsa almenna þjónustu, sem fólk hefur hingað til gengið að.
Viljum við að hér verði áfram einsleitt íslenskt þjóðfélag,þar sem íslenska,íslensk menning og siðir séu ráðandi eða er okkur alveg sama um þróuina og þó við týnumst í þjóðahafinu?
Ef við höfum ekki metnað til að leggja rækt við að byggja upp einsleitt þjóðfélag munu verða til mörg samhliða þjóðfélög í landinu, sem tala sitthvert tungumálið hafa ólíka siði og menningu. Þannig yrði eitt þessara þjóðfélaga pólst og æ færri Pólverjar sæju ástæðu til að læra íslensku. Annað yrði Úkraínskt og það þriðja arabískt.
Hafa íslensk stjórnvöld einhern metnað til að varðveita íslenska tungu,menningu og sem mesta einsleitni þjóðfélagsins.
Sú þjóð, sem hefur framar öðrum gengið vel að taka við miklum fjölda útlendinga og aðlaga þá að eigin menningu allt fram að þessu eru Bandaríkin, þar sem fólk getur haldið tengslum við uppruna sinn, en lítur samt á sig sem Bandaríkjamenn og votta því þjóðfélagi hollustu umfram upprunaland sitt. Það hefur reynst mun farsælla en samhliða þjóðfélög sem hafa orðið til í mörgum Evrópulöndum með alls konar vandamálum m.a. þeim að lögregla, slökkvilið eða sjúkralið fer ekki inn í sum hverfi nema hafa þungvopnaða lögreglu eða hermenn til að tryggja öryggi sitt.
Hvert vilja íslensk stjórnvöld stefna í þessum málum? Láta reka á reiðanum og gera ekki neitt eins og hingað til eða sýna þjóðlegan metnað.
Til hvers var barist fyrir sjálfstæði, íslenska tungu, menningu og fullveldi, ef það á engu máli að skipta? Í mínum huga kemur ekki til greina að gefa eftir öll þessi íslensku gildi baráttulaust, en þá þarf sennilega að skipta um stjórnmálastétt í landinu, sem er mun æskilegra en að skipta um þjóð eins og verið er að gera núna.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kjaramál, Menning og listir | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 691
- Sl. sólarhring: 931
- Sl. viku: 6427
- Frá upphafi: 2473097
Annað
- Innlit í dag: 628
- Innlit sl. viku: 5856
- Gestir í dag: 603
- IP-tölur í dag: 590
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Blessaður Jón.
Þú ert svo gamall að þú manst tímanna tvenna;
"Viljum við að hér verði áfram einsleitt íslenskt þjóðfélag,þar sem íslenska,íslensk menning og siðir séu ráðandi eða er okkur alveg sama um þróunina og þó við týnumst í þjóðahafinu?",
Svo úreltur, svo gamaldags:
"Til hvers var barist fyrir sjálfstæði, íslenska tungu, menningu og fullveldi, ef það á engu máli að skipta? Í mínum huga kemur ekki til greina að gefa eftir öll þessi íslensku gildi baráttulaust, en þá þarf sennilega að skipta um stjórnmálastétt í landinu, sem er mun æskilegra en að skipta um þjóð eins og verið er að gera núna".
Það er eins og þú fattir ekki að það er þegar búið að taka ákvörðun um að skipta um þjóð í landi okkar.
Vissulega hefur gleymst að tilkynna það, og kannski hefur enginn ákveðið það, en við lesum samt öll fréttir um nýtt hótel og nýtt hótel þar, um fjölgun flugferða, og kröfuna um þjónustu við alla þessa ferðamenn sem heimsækja land okkar.
Eins og það hafi gleymst að við erum aðeins rétt rúmlega, og kannski innan við, þrjú hundruð þúsund.
Gapið er brúað með útlendingum, þaðan kemur þrýstingurinn á húsnæðismarkaðinn í Reykjavík og nærsveitingum, tekjulægra fólk hrökklast af leigumarkaði þegar kommúna erlendra starfsmanna ferðaþjónustunnar yfirbýður leiguverðið.
Svo talar enginn íslensku lengur í þjónustustörfum.
En Jón, það er eins og þú grátir Markaðinn, og lögmál hans, það var ekki eins og þér væri bent á það þegar þú ungur maður stökkst á vagn hans. Það sem er í dag, var svo augljóst á sínum tíma, og það var ekki eins og heimspekin eða sagan hefði ekki varað við sérhyggjunni, sjálftökunni, sígræðginni, eða annað sem þú og þínir héldu ekki vatni yfir Frú Thatcher og árásum hennar á samfélagslímið sem hélt siðuðu nútímasamfélagi í skefjum.
Það er eins og þú áttir þig ekki á því Jón að Markaðurinn segir að íslenskan sé history og gen þjóðar okkar séu langt komin að blandast Glóbal heimsþorpsins.
En ef þú ert ekki sáttur, þá er tími til kominn að tengja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.12.2022 kl. 16:56
Það er margt til í þessu hjá þér Ómar. Þó er eitt, sem okkur greinir verulega á um. Þú segir að það sé markaðslögmálin, sem ráði í raun ferinni þ.e. kapítalisminn. Það er ekki allskostar rétt. En að hluta. Í fyrsta lagi þá var frjáls för eitt af því sem við skuldbundum okkur til að samþykkja þegar við gengum í EES. Ég varaði við því þá og Jón Baldvin lét í veðri vaka að það hefði verið samið um undanþágur frá því ákvæði með bókun, sem reyndist svo marklaus að hans mati þegar eftir var leitað síðar.
Í annan stað, þá gætti þáverandi ríkisstjórn ekki að sér, að nýta undanþágu varðandi frjálsa för gömlu austantjaldsríkjanna þegar þau voru tekin inn í Evrópusambandið.
Í þriðja lagi, þá er það í raun bandalaga verkalýðsforustu og bisnisforustu í Evrópu, sem knýr á um frjálsa för.
En það var einn hluti þessa vanda og sá viðráðanlegasti t.d. eru Pólverjar fjölmennasti hópurinn einn af hverjum þremur, sem hafa margir hverjir aðlagast íslensku samfélagi mjög vel og tala margir glimrandi íslensku.
En við sínum ekki þjóðlegan metnað Ómar og ég tek ekki þátt í því að eyðileggja íslenska þjóð, tungu og þjóðmenningu, en mun berjast gegn því með öllum löglegum og tiltækum ráðum.
Ég vona að við getum átt samleið í þeirri baráttu Ómar.
Með kveðju að sunnan.
Jón Magnússon, 29.12.2022 kl. 17:55
Það er ekki hægt að segja að þú hafir rangt fyrir þér Jón, en eins og Ómar skrifar hefur nútíminn farið í aðra átt og burt frá sjálfstæði.
Ég vil þó fremur vera úreltur og gamaldags eins og þú Jón, á meðan manni er stætt á því, en að taka undir með þeim sem bæði fórna jörðinni og mannkyninu sjálfu.
Stundum finnst manni það þó tilgangslaust.
Ef unga fólkið tekur ekki upp þessi baráttumál fyrir sjálfstæði og menningu okkar, þá fer ekki vel. Þú færð virðingu mína fyrir að skrifa fræðandi pistla um þetta.
Ingólfur Sigurðsson, 30.12.2022 kl. 03:02
Ég er líka sammála þér Ingólfur. Ég lít þannig á að baráttunni sé ekki lokið. Næstu árin munu skera úr um það hvert við munum stefna. Svo er það alveg hárrétt hjá þér, að það er unga fólkið sem verður að leiða þessa baráttu. En við gömlu karlarnir getum nú lagt þeim lið með ráð og dáð.
Jón Magnússon, 30.12.2022 kl. 09:24
Blessaður Jón.
Ekki var ég að hnýta í kapítalismann og með viðskeytinu; borgarlegur- þá er hann málið, ekkert annað kerfi hefur reynst betur en hann í ófullkomnum heimi.
En eins og þú bendir réttilega á þá mistókst að setja skorður á "frelsið" í EES samningnum og því fór sem fór. Ég er hræddur um að hinir sjálfvirku ferlar verði ekki stöðvaðir héðan af og það sé alveg óhætt að fara undirbúa jarðarför þess Íslands sem var, menn geta svo deilt um hvort það sé söknuður af því, það fóstraði samt vel mína kynslóð.
En núna er sjálf mennskan undir, baráttan fyrir henni mun brenna á næstu kynslóð, alls óvíst hvernig til tekst.
En það er sjálfsagt að hamla á móti.
Kveðja að austan með áramótaívafi og ósk um farsælt nýtt ár.
Ómar Geirsson, 30.12.2022 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.