Leita í fréttum mbl.is

Hægri öfgamennirnir

Þegar Þjóðverjar réðust á Sovétríkin 16. júní 1941 sagði Jósef Göbbels áróðursmálaráðherra Hitlers að nasistar mundur koma á nýrri skipan í Sovétríkjunum. Það væri ekki um neina endurkomu fyrir keisara, presta eða kapítalista. Nasistar mundu koma á ekta sósíalisma í stað kommúnismans. 

Hitler sagðist hafa orðið sósíalisti sem ungur maður. Þjóðernisstefna nasista væri byggð á Marx og nasistar mundu ekki endurtaka þau mistök Leníns að koma fólkinu í landinu upp á móti hvert öðru í stéttarstríði. Hann sagði einnig að hann mundi breyta Þjóðverjum í sósíalista án þess að drepa gamla hagkerfi markaðshyggjunar,sem væri til þess að búa til peninga fyrir ríkið. 

Þennan vinstri sósíalisma og marxisma nasistana kallar fréttaelítan og stór hluti stjórnmálaelítunnar í dag hægri öfgahyggju.

Ayatollarnir í Íran steyptu keisaranum af stóli, þjónýttu viðskiptalífið og ráku borgarastéttina í útlegð. Þrátt fyrir það er venjulega talað um stjórn þeirra sem hægra sinnað klerkaræði.

Eitt af því fáa, sem sósíalistar nútímans eru góðir í er að hengja neikvæða merkimiða og hægri öfgahyggjustimpil á fólk sem berst fyrir lýðræði,markaðshyggju og borgaralegum réttindum á sama tíma og  þeir sjálfir berjast fyrir auknum afskiptum af lífi og starfi borgaranna og vilja takmarka  frelsi þeirra.

Ayatollarnir í Íran og nasistarnir í Þýskalandi sem og aðrir sem eru vaxnir upp úr marxískri heildarhyggju eru  öfgavinstri en ekki hægri.

Hvað sem líður  hægri eða vinstri,þá er e.t.v. rétt að skilgreina  átakalínur  í  stjórnmálum samtímans þannig, að andstæðurnar  séu á milli ríkishyggjufólks og þeirra sem vilja sem mest frelsi fólksins.

Við sem viljum frelsið andstætt valdhyggju sósíalistana viljum að ríkið hafi lágmarksafskipti af borgurunum, takmarka skattheimtu og afskipti þess af borgurunum og atvinnulífinu.

Sósíalistarnir vilja  ríkisafskipti á öllum sviðum þjóðfélagsins þ.e.hið alkunna alræðisríki sem leiðtogi fasista á Ítalíu, Mússólíni nefndi það réttilega á sínum tíma á sama tíma og hann og Lenín skiptust á bréfum, en þeir voru pennavinir. 

Það er síðan verðug þjóðfélagsrýni að skoða hvernig sósíalistarnir skuli komast upp með það að halda því fram að skoðanabræður þeirra í fortíðinni hafi verið hærgi öfgamenn í stað þess að staðsetja þá réttilega sér við hlið í pólitíska litrófinu.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Innrás Þjóðverja (Barbarossa) í Sovétríkin var hrundið af stað 22. júní 1941.

Daníel Sigurðsson, 30.12.2022 kl. 20:07

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Góður pistill Jón.

"Fréttamiðlar" fjalla iðulega um hægri öfgamenn, en nefna aldrei vinstri öfgamenn, samt sem áður höfum við ógrynni af þeim allt í kring um okkur.

En það sem hryggir mig hvað mest er hversu Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn mikill vinstri flokkur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.12.2022 kl. 22:29

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Glögg greining.  Takk fyrir marga áhugaverða pistla á árinu og ánægjuleg samskipti. 

Óska þér góðs nýars.  

Bjarni Jónsson, 31.12.2022 kl. 14:23

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Mér þykir þetta frekar skrýtin pistill hjá þér svona í ljósi þess að þú grætur áhrif hins meinta frelsis á íslenskt samfélag.+

Og viðbrögð þín eru eins og í þér sé sjálfur Konfúsíus endurborinn.

Það er bara miklu auðveldara Jón að viðurkenna að maður hafi einfaldlega haft rangt fyrir sér.

Sérstaklega ef manni er alvara að verja það sem við áttum, en erum að missa.

Vegna frelsisins og hinna lágmarks ríkisafskipta sem þú dásamar svo mjög.

Áramótakveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.1.2023 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 135
  • Sl. viku: 2257
  • Frá upphafi: 2412358

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 2007
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband