Leita í fréttum mbl.is

Meistarastykki í vondri og hlutdrægri fréttamennsku

Þegar kemur að einhliða,hlutdrægri og vondri fréttamennsku á fréttastofa RÚV hvert meistarastykkið af fætur öðru. Fréttir,sem eru ætlaðar til að fá fólk til að taka afstöðu með ákveðnum málstað á einhliða og oft röngum forsendum.

Undanfarna daga hefur fréttastofa RÚV flutt einhliða fréttir og  samhengislausar þar sem þess er gætt að sjónarmið eins aðila en ekki beggja varðandi starfrækslu flugvélarinnar TF-Sif á vegum Landhelgisgæslunnar. Allt virðist þetta gert til að varpa rýrð á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra þegar líður að lokum málþófs Pírata um lagafrumvarp ráðherrans um útlendingamál. Í því máli hefur fréttastofan skipað sér í sveit þeirra sem vilja opin landamæri og galopin ríkissjóð fyrir hvaða hlaupastrák sem vera kann. 

Í fréttum RÚV varðandi starfrækslu og notkun flugvélarinnar kom ekki fram, að notkun hennar er aðallega við Miðjarðarhafið í Frontex verkefnum. Þá kom ekki fram, að notkun hennar hér á landi s.l. ár voru 98 flugtímar. Ekki liggur fyrir hvaða verkefnbum vélin sinnti í þessa 98 tíma eða 8 klukkustundir á mánuði.

Þá kom ekki fram hvort hægt væri að sinna þessum verkefnum með öðrum ódýrari og jafnvel skilvirkari hætti. Síðast en ekki síst, þá kom ekki fram að sala vélarinnar er til kominn vegna viðbragða Landhelgisgæslunnar um hvernig megi spara í rekstri stofnunarinnar, vegna þess að fjárlaganefnd hafnaði beiðni um fjárveitingu, sem hefði leitt til þess að tillagan um sölu vélarinnar hefði ekki komið fram. Það var því afstaða Alþingis sem leiddi til þess að tillaga var gerð um sölu vélarinnar. Það hefði þá átt að vera inntak fréttarinnar.

Hið meinta illmenni, Jón Gunnarsson, að mati fréttastofu RÚV, átti því ekki frumkvæðið í þessu máli heldur á það sinn feril, þar sem ráðherran kemur að málinu eftir að hafa fengið tillögur og þurfa að grípa til ráðstafana vegna afstöðu fjárveitingavaldsins á Alþingi.

Þrátt fyrir fréttaflutning RÚV í tvo daga af málinu, þá hefur fréttastofan ekki upplýst hver notkun vélarinnar hefur verið innanlands síðustu ár, en 8 flugtímar á mánuði afsaka ekki þá dýru útgerð sem vélinni fylgja,m.a.10-12 stöðugildi. Það ætti að vera hægt að leita hagkvæmari og ódýrari leiða, þar sem aukin nýting vélarinnar er ekki í sjónmáli að því er forstjóri Landhelgisgæslunnar upplýsti.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Alvarleg óheilindi gagnvart JG koma fram í þessu máli.  Forstjóri LHG virist snúa við blaðinu nú, þegar beiðni ráðherrans til LHG um að undirbúa sölu vélarinnar kemst í hámæli.  Af ráðherranum að dæma virtist Georg þó helzt mæla með þessum sparnaðarkosti, enda virðist þessi vél á sínum tíma  (2009) hafa verið gríðarlegt yfirskot m.v. þarfir LHG.  Það þurfti aldrei að kalla vélina í verkefni hérlendis úr verkefnum fyrir Frontex.  

Þá virðist innviðaráðherra sofa á ríkisstjórnarfundum, því að JG segist hafa kynnt málið fyrir ríkisstjórninni og ekki fengið nein neikvæð viðbrögð. Nú segist hann hafa frétt af málinu í fjölmiðlum.  

"Something is rotten in the state of Danemark", var sagt, og það á víðar við.  Það verður að fá alvörusérfræðinga um flugmál og þarfir LHG til að finna hagkvæmasta kostinn fyrir landsmenn (ekki montkost).  Það má segja um þessa fjárfestingu, að "it is nice to have", en þar sem fjármagn er af skornum skammti, virðist margt annað brýnna, sé tekið mið af hraksmánarlega stuttum árlegum nýtingartíma hérlendis.  

Bjarni Jónsson, 3.2.2023 kl. 18:31

2 Smámynd: Jón Magnússon

Hjartanlega sammála Bjarni. En nú bregðast stjórnmálamenn við með að ógilda fyrri ákvarðanir og það án þess að gera raunverulega úttekt á þörfinni fyrir vélina og hvort aðrir og ódýrari kostir séu í boði. En þannig er það því miður svo oft á kjósendamarkaðnum í dag. Öðruvísi þegar Hannes Hafstein tók á móti sunnlenskum bændum þegar þeir mótmæltu símanum. Þá hafði hann þá karlmennsku að standa við ákvarðanir sínar þó einvher goluþytur væri vegna þeirra. 

Jón Magnússon, 3.2.2023 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 100
  • Sl. sólarhring: 880
  • Sl. viku: 3381
  • Frá upphafi: 2448348

Annað

  • Innlit í dag: 98
  • Innlit sl. viku: 3150
  • Gestir í dag: 98
  • IP-tölur í dag: 97

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband