Leita í fréttum mbl.is

Þetta er ekki mitt verksvið

Sumir hlutir eru algildir hvað sem líður þekkingu, þróun eða uppfindingum þess vegna á eftirfarandi alltaf við: 

"Sagan er um fjóra menn sesm heita; Sérhver, Einhver, Hver sem er og Enginn. 

Það þurfti að vinna áríðandi verk og Sérhver var viss um að Einhver mundi gera það. 

Hver sem er hefði getað gert það, en Enginn tók sig til og gerði það. Þá varð Einhver reiður, þar sem þetta var í raun á verksviði Sérhvers. Sérhver taldi hinsvegar og fannst að Hver sem er gæti vel gert þetta. Engum var ljóst að Hver sem er myndi aldrei gera það. 

Þetta endaði með því að enginn gerði það sem Hver sem er hefði getað gert."

Mér verður stundum hugsað til þessarar stuttu frásagnar þegar ég hlusta á kröfugerð fólks úr öllum hornum og áttum á hendur öðrum vegna hluta,sem Hver sem er getur leyst.  

En svo koma líka stjórnmálamenn ef eitthvað bjátar á og þykjast hafa ráð og lausnir undir rifi hverju, sem þeir venjulega hafa ekki og lofa og lofa, en síðan gerist ekkert annað en ríkisútgjöld hækka vegna þess sem Sérhver hefði getað gert og þess sem skipti Engan máli. 

Felst ekki raunveruleg samfélagsvitund í því að reyna að bæta þjóðfélagið og aðstæður sjálfur í stað þess að hrópa á Einhvern annan til að gera það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 37
  • Sl. sólarhring: 1320
  • Sl. viku: 4495
  • Frá upphafi: 2466707

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 4176
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband