Leita í fréttum mbl.is

Rússarnir

Ég varð vegmóður á langri göngu í Glóaldinlandinu og settist á bekk í garði. Tvær fjölskyldur voru að leika framandi kúluleik. Ég spurði hvaðan þau væru. 

Nokkur bið var á svari en svo sagði annar mannanna. Við erum Rússar frá Moskvu,en búum hér. Konan hans kom og sagði. Það er ekki gaman að segja frá því núna. Ég sagði fólk er fólk og ég virði ykkur sem einstaklinga og hef ekkert á móti Rússum. Næstu nágrannar mínir hér eru Rússar yndislegt fólk og erfitt að finna betri nágranna. Heiðarlegt, hjálplegt og gott fólk sem við getum alltaf leitað til eins og þau til okkar.

Við eigum að meta fólk að verðleikum, sem einstaklinga. Nágrannar mínir hafa átt í verulegum erfiðleikum með að lifa eðlilegu lífi eftir að stríðið í Úkraínu brast á, þó þau hafi ekkert til saka unnið og búið á Vesturlöndum um árabil. Við Íslendingar tökum nú þátt í slíkum aðgerðum gagnvart venjulegu fólki eingöngu vegna þjóðernis þess. Einhvern tíma hefði það verið kallað fasismi.

Vel má færa rök fyrir því að beita skuli Rússa refsiaðgerðum, en það verður þá að vera gagnvart aðilum sem einhverju máli skipta og hafa með ákvörðunartöku að gera en ekki gagnvart venjulegu fólki, sem hefur jafnvel lítil sem engin tengsl lengur við gamla móðurlandið. 

Svo má spyrja. Af hverju settum við ekki refsiaðgerðir á Rússa og Sovétríkin, þegar þeir réðust inn í Ungverjaland 1956 eða Tékkóslóvakíu 1968 og skyldi forseti Alþingis hafa sýnt Rússum þá óvirðingu, að bjóða ekki sendiherra Rússlands þá Sovétríkjanna í boð fyrir sendiherra eins og forseti Alþingis gerir núna? 

Væri ekki affarasælla að íslenska þjóðin fylgdi þeirri stefnu sem best hefur gefist okkar þjóð, að eiga vinsamleg samskipti við allar þjóðir. Allt annað er glapræði í utanríkisstefnu lítillar þjóðar.

Við fengum ekki að verða meðal þeirra þjóða, sem stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar af því að við neituðum að segja Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur þegar ósigur þeirra blasti við árið 1945. Þá voru íslenskir ráðamenn óhræddir við að hafa sjálfstæða afstöðu til utanríkismála í samræmi við stöðu okkar sem vopnlausrar þjóðar hvað sem leið köllum helstu vinaþjóðar okkar þá Bandaríkjanna.

Af hverju erum við hrædd að við að hafa sömu stefnu núna.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég hélt einmitt að Ísland hefði verið þáttakandi í San Francisco fundinum 1945 - hafði séð það einhversstaðar. Það tók tuttugu mínútur á un.org að finna út að þetta var misskilningur hjá mér.

Það gleður mig innilega að Ísland er ekki stofnfélagi þessara glæpasamtaka.

Guðjón E. Hreinberg, 6.2.2023 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 567
  • Sl. sólarhring: 904
  • Sl. viku: 6311
  • Frá upphafi: 2278062

Annað

  • Innlit í dag: 516
  • Innlit sl. viku: 5822
  • Gestir í dag: 495
  • IP-tölur í dag: 481

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband