Leita í fréttum mbl.is

Var þetta óþarft gönuhlaup

Landsréttur hafnaði innsetningarkröfu ríkissáttasemjara í kjörskrá Eflingar með tilvísun í lögskýringagögn, sem hingað til hafa verið talin góðra gjalda verð og standa fyrir sínu. Ég get því ekki tekið undir það sem nokkrir lögmenn hafa haldið fram, að með öllu sé ljóst, að þessi niðurstaða Landsréttar sé röng. 

Í réttarríki er það svo, að dómar standa nema þeim sé hnekkt af æðra rétti. Landsréttur hnekkti dómi héraðsdómara í málinu og ekki verður séð að nokkrar líkur séu á að dóminum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Landsréttardómurinn mun því standa. Lögmenn geta gert sér til dundurs að deila um niðurstöðuna sem fræðilega heilaleikfimi, en aðra þýðingu hafa þær vangaveltur ekki.

Það sem væri e.t.v. verðugra viðfangsefni og gild lögfræðileg heilaleikfimi væri að velta fyrir sér, hvort nokkur nauðsyn hafi verið að fara í innsetningarmálið, sem ríkissáttasemjara var att út í af lögfræðilegum ráðgjöfum sínum hverjir sem það nú eru eða voru. Ég fæ ekki betur séð, en það hafi verið óþarfa gönuhlaup miðað við ákvæði laga um miðlunartillögur og framgang þeirra.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 505
  • Sl. sólarhring: 508
  • Sl. viku: 5019
  • Frá upphafi: 2426889

Annað

  • Innlit í dag: 467
  • Innlit sl. viku: 4655
  • Gestir í dag: 448
  • IP-tölur í dag: 423

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband