Leita í fréttum mbl.is

Óþægilegar staðreyndir

Þegar viðskiptabann á Suður Afríku var til umræðu á Alþingi fyrir margt löngu, lagðist ég gegn því stjórnarfrumvarpi og fékk að sjálfsögðu bágt fyrir sem stjórnarþingmaður að skerast úr leik. Ég taldi að þær refsiaðgerðir mundu bitna mun harðar á almenningi en stjórnvöldum landsins.

Margaret Thatcher sagði varðandi refsiaðgerðir og viðskiptabann á Suður Afríku, að þær virkuðu sjaldnast eins og þeim væri ætlað að gera. Viðskiptaþvinganir auka á fátækt og/eða örbirgð almennings og megna sjaldnast að koma sitjandi stjórnvöldum frá völdum. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti tók í sama streng. Ég var því í notalegum félagsskap þó að þessar skoðanir mínar þættu fordæmanlegar á meðal félaga minna í Sjálfstæðisflokknum.

Frá því að Vesturlönd beittu Suður Afríku refsiaðgerðum, höfum við mörg fleiri dæmi eins og t.d. Írak á valdatíma Saddam Hussein, þar sem viðskiptabann olli m.a. gríðalegum ungbarnadauða, en hafði engin áhrif á Saddam. Íran er annað dæmi, þar sem klerkaræðið er enn við lýði þrátt fyrir langvarandi viðskiptabann og aðrar refsiaðgerðir.

Ein ástæða þess að viðskiptaþvinganir virka ekki er að þær bitna iðulega verr á þann sem beitir þeim, en þann sem verður fyrir þeim. Fáir eru til lengri tíma tilbúnir til að fórna til langframa spón úr eigin aski.

Nú eru Rússar beittir harkalegum refsiaðgerðum skv. því sem forustumenn vestrænna ríkja halda fram. Refsiaðgerðirnar hafa þó mun minni áhrif en ætlað hefur verið.

Þó að refsiaðgerðir Vesturveldanna hafi slæm áhrif á efnahag Rússa, þá reiknar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samt með því að þjóðarframleiðsla Rússa hafi vaxið á árinu 2022. Á sama tíma drógst þjóðarframleiðsla Bretlands saman. 

Kínverjar og Indverjar kaupa jarðefnaeldsneytið af Rússum, sem annars hefði verið selt til Evrópu og vestrænar vörur koma bakdyramegin til Rússlands í gegnum t.d. Tyrkland og Armeníu.

Ýmsir mikilvægir vöruflokkar eru undanskildir refsiaðgerðunum t.d. áburður og ákveðnir málmar. Rússar framleiða um fjórðung til fimmtung af öllum tilbúnum áburði í heiminum og stjórnvöld í Bandaríkjunum sögðu að það gæti haft hræðileg áhrif á fæðuöryggi í heiminum og matvælaverð ef áburðurinn væri ekki undanskilinn.

Þessvegna þrátt fyrir að Bandaríkin séu það land, sem veitir mestan stuðning til Úkraínu með vopna- og peningasendingum, þá flæða ýmsar rússneskar vörur áfram inn á Bandaríkjamarkað. Svo notuð séu orð Biden forseta eru Bandaríkjamenn því að viðhalda og styrkja stríðsvél Pútín með því að halda áfram viðskiptum við Rússa á þeim sviðum, sem þeim þóknast. Þessi tvöfeldni Bandaríkjanna er eftirtektarverð. Þeir halda áfram að fæða stríðsvél Rússa á sama tíma og þeir senda peninga, skriðdreka og orustuþotur til Úkraínu.

Bandaríkin mótuðu reglurnar um refsiaðgerðir gegn Rússum og þar voru smugur til að þeir gætu haldið verðmætustu viðskiptum sínum áfram við Rússa þó krummaskuðafólk á Íslandi njóti ekki þess hagræðis og verði af milljarða tekjum árlega.

Tvöfeldni Bandaríkjanna og skortur á stefnumótun Vesturveldanna í Rússnesk/Úkraínska stríðinu og hugmyndir um hvernig beri að ljúka því og ná fram friði er ámælisverð og sorgleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Mikill söknuður að járnfrúnni, og djúpstæður.

Guðjón E. Hreinberg, 2.3.2023 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 77
  • Sl. sólarhring: 333
  • Sl. viku: 4124
  • Frá upphafi: 2426968

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 3816
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband