Leita í fréttum mbl.is

Til fyrirmyndar

Ég hef átt við augnvandamál að stríða undanfarið og reyndi að lækna það sjálfur. Rússenska nágranna mínum hér á Spáni leist ekki á það, svo hann kom færandi hendi með lyf, sem mættu til bjargar verða. Ég þakkaði pent, en hélt mig við mitt verklag og heyrði hann muldra þegar hann fór "stupid guy"

Þetta reyndust rétt áhrínisorð. Stuttu síðar þurfti ég að leita læknis. Ég mætti á læknavaktina hér og fékk næstum strax tíma hjá heimilislækni. Hann ávísaði lyfi, en sagði að þetta væri svo langt gengið, að væri ekki kominn bati á mánudegi, þá yrði ég að leita til sérfræðilæknis. 

Batinn var ekki kominn á mánudaginn, þannig að um morguninn mætti ég aftur og bað um tíma hjá sérfræðilækni. Ég fékk tíma kl. 16.50 þennan sama dag þ.e. í gær. 

Ég fékk bót meinsins sem var að hrjá mig læknirinn staðfesti niðurstöðu rússneska nágranna míns varðandi eigin lækisaðferðir og skammaði mig fyrir að hafa ekki komið strax.

Mikið má ég þakka fyrir hvað hratt og vel kerfið virkar hér. 

Hræddur er ég um að heima sé virki kerfið ekki eins vel. Alla vega þarf fólk stundum að bíða svo mánuðum skiptir eftir að komast til sérfræðilæknis og ekki er alltaf auðhlaupið að komast til heimilislæknis. 

Gríðarlegum fjármunum er varið til heilbrigðismála. Af hverju getum við ekki staðið þannig að málum, að fólk geti komist án mikilla tafa til lækna og sérfræðilækna til að fá bót meina sinna í stað þess að þurfa að vera kvalið heima í lengri tíma vegna þess að kerfið virkar ekki eins og það þarf að gera. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 35
  • Sl. sólarhring: 933
  • Sl. viku: 4562
  • Frá upphafi: 2300734

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 4276
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband