Leita í fréttum mbl.is

Að girða fólk úti

Á tímum kalda stríðsins, frá lokum seinni heimstyrjaldar 1945 bentu Vesturlönd á ófrelsi kommúnismans sem sýndi sig einkar glögglega í múrum og girðingum meðfram landamæralínu kommúnistaríkjanna og vestrænna ríkja. Þessar víggirðingar voru til að koma í veg fyrir að fólk flýði "sæluríki" kommúnismans. Á þeim tíma fögnuðu Vesturlönd hverjum og einum, sem tókst að komast yfir múra og girðingar Sovétsins. Í Berlín voru fjölmargir drepnir, skotnir til bana við að reyna að komast frá sovétinu í frelsið. Við fordæmdum þá grimmd.

Áarið 1989 féll Berlínarmúrinn og landamæragirðingar kommúnismans og allt frjálshuga fólk fagnaði því að múrar ófrelsisins og girðingar stærstu fangabúða í heimi heyrðu nú sögunni til. 

Nú bregður svo við, að Vesturveldin, gera girðingar til að loka fólk úti. Finnar, sem áður skulfu á beinunum gagnvart Moskvuvaldinu standa nú í rándýrri girðingarvinnu til að koma í veg fyrir að Rússar geti komið til Finnlands. Af hverju er það nauðsynlegt? Er ástæða til að byggja nýja Berlínarmúra víðsvegar í Evrópu til að koma í veg fyrir að fólk komist frá austrinu til vestursins. Þá er hlutverkum heldur betur snúið við. 

Viljum við að nýtt járntjald verði dregið um endilanga Evrópu?


mbl.is Finnar girða fyrir Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 492
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband