Leita í fréttum mbl.is

Hræðum alla upp úr skónum

Enski heilbrigðisráðherrann í byrjun Kóvíd vildi hræða almenning upp úr skónum til að geta beitt fólk hvaða harðræði sem hann teldi nauðsynlegt (frighten the pants of everyone-hræða alla úr buxunum). 

Heilbrigðisráðherrann og aðgerðarhópur hans,vildi hræða fólk til hlýðni við yfirvöld. Hann var líka með ráðagerðir um að reka vísindamenn sem töldu Kóvíd ekki svo ýkja hættulegt almennri lýðheilsu. 

Til viðbótar þessu var rætt um að tilkynna um ný Kóvíd afbrigði þegar á þyrfti að halda til að halda óttanum við og gera yfirvöldum kleyft að svipta borgarana grundvallarmannréttindum. 

Stórblaðið Daily Telegraph(DT)upplýsir á degi hverjum, hvernig var unnið markvisst af yfirvöldum, að magna upp ótta og dreifa falsfréttum til að tryggja,að yfirvöld gætu farið sínu fram og meirihluti fólks mundi samþykkja og styðja afnám mannréttinda. 

Vonandi verður svona úttekt unnin hér á landi. Veirutríóið okkar kom fram á degi hverjum í áróðursþætti í sjónvarpi, sem var á þeim tíma það vinsælasta. Það  boðaði þann heina sannleik, sem heimilaður var á þeim tíma. Í dag vitum við,  að þar var ekki alltaf settar fram vísindalegar staðreyndir heldur iðulega getgátur, sem voru ætlaðar til að fá fram ákveðin viðbrögð almennings og yfirvalda. 

Alþingi var tilbúið að dansa eftir pípu sóttvarnarlæknis og breyta lögum í samræmi við það sem hann óskaði vegna þess að hér eins og í Bretlandi hafði boðskapur óttans tekið völdin. Mannréttindi fólks mátti skerða "í þágu vísindana" sem reyndust síðan vera engin vísindi eða jafnvel vafasöm. Engin stjórnarandstaða var til í málinu sem spurði krefjandi eða óþægilegra spurninga.

Það skiptir máli í  lýðræðislegu  þjóðfélagi að fá allar upplýsingar sem máli skipta hvort sem er í þessu máli eða máli Lindarhvols. Leyndarhyggja á ekki að líðast í samfélagi sem byggir á því að teknar séu upplýstar ákvarðanir á lýðræðislegan hátt.

Aðgerðir sem gripið var til vegna ráðlegginga heilbrigðisyfirvalda kostuðu þjóðarbúið hundruð milljarða.

Þær aðgerðir yfirvalda er ekki hægt að réttlæta lengur í Bretlandi. 

Hvernig ætlum við að tryggja það í framtíðinni, að mannréttindi verði virt og stjórnmálamenn og almenningur fái réttar upplýsingar frá yfirvöldum en verði ekki hræddur upp úr skónum með falsfréttum, af því að yfirvöld vilja afnema mannréttindi og beita borgarana því harðræði sem þeir vilja ná fram.

Það er mikilvægasta spurningin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við hvað eru/voru  stjórnvöld þar hræddir? Svona til að gjalda þeim gráan belg fyrir rauðan;ætli það væri kanski samstaða um æðruleysi og kröftug mótlæti gegn sprautum við lygaveirum. Við trúum aldrei hvert oðru til að verjast,en valdið ræður yfir fjolmiðlum til að segja lygasögur, - bara í umræðu til þín án sýnilegu.    

Helga Kristjánsdóttir, 5.3.2023 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 508
  • Sl. viku: 4052
  • Frá upphafi: 2426896

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3762
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband