Leita í fréttum mbl.is

Hinn glöggskyggni framkvæmdastjóri

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna(SÞ), öfgasósíalistinn Antonio Guterres, sem setti fjárhag Portúgal á hausinn sem forsætisráðherra skrifaði furðulegan samsetning á alþjóðlega baráttudegi kvenna fyrir nokkru. 

Hann sagði: að það tæki 300 ár að ná fullu jafnrétti kynjana.(en láðist að segja hvort það yrði fyrir eða eftir hádegi þann dag) Þá talaði hann um ginnungagap  milli kynjana í vísinda og tæknigreinum. "Kísildalir heimsins ættu ekki að verða dauðadalir kvennréttinda" Síðan sagði frkv.stjórinn að konur á netinu  sættu kynferðislegri orðræðu og árásum. 

Athyglisvert að frkv.stjórinn skuli nefna tækningreinar sem helsta vandamál varðandi kvennabaráttu, þar sem hennar verður hvað síst vart. Hann nefnir ekki stöðu kvenna í Íslamska heiminum, þar sem konum er iðulega meinað að vinna og  sækja sér menntun. Hann nefnir ekki stöðu kvenna víða um Afríku og Asíu þar sem réttindi þeirra eru einskis metin og víðtækt mannsal og nánast þrælahald á sér stað. 

Miðað við aðstæður eru þessi orð aðalframkvæmdastjórans algert bull en honum ekki til mikillar skammar umfram það sem hann hefur þegar áunnið sér. 

Við hverju er að búast af manni, sem er búin á embættisferli sínum að gera eitt land nánast gjaldþrota. Hefur leitt algjöra hnignun SÞ á sínum embættisferli og gerði barnið Grétu Túnberg að leiðtoga lífs síns og helsta vísindagúru í loftslagsmálum. 

Einu baráttumála þessa manns er að vandræðast við Vesturlönd,að þau dragi ekki nógu mikið úr kolefnislosun og borgi ekki nógu mikla peninga til þróunarlandanna eins og t.d. Kína.

Þá hamast hann á því að reyna að troða sem flestum svonefndum hælisleitendum inn í Evrópu, en fer ekki fram á að löndin sem taka ekki við neinum slíkum eins og t.d. Saudi Arabía, Japan og Kína sýni einhvern lit. 

Það er ekki hægt að bjóða upp á það að frkv.stj. SÞ bulli um málefnin eins og hann gerir. En af því að bullið er svo augljóst varðandi orð hans um réttindabaráttu kvenna, þá er nauðsynlegt að vekja athygli á þeim til að fólk sjái hvað lítið þessi maður hefur í raun fram að færa. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Vel mælt.

Hörður Þórðarson, 15.3.2023 kl. 06:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 61
  • Sl. sólarhring: 1120
  • Sl. viku: 2642
  • Frá upphafi: 2297376

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 2461
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband