Leita í fréttum mbl.is

Samtökin sem brugðust

Litið var á Sameinuðu þjóðirnar(SÞ) sem virðingaverðustu stofnun heims árið 1945 eftir að sigurvegarar síðara heimsstríðs, Bandaríkin, Bretland og Sovétríkin stóðu að stofnun SÞ. Væntingar til þessa nýja þjóðabandalags þjóða heims voru miklar.

Framan af stóðu SÞ sig að mörgu leyti vel. Í dag eru þær klúbbur 193 þjóðrikja, sem hópa sig saman í mismunandi hópa til að koma á framfæri eða ýta undir mismunandi skaðlega hagsmuni.Allt í nafni friðar og mannréttinda.

Stórþjóðirnar fara samt sínu fram og hafa alltaf gert með neitunarvald að vopni ef annað bregst.  

Þrátt fyrir að Sameinuðu Þjóðirnar hafi haft þá ímynd að vera fjölþjóðleg stofnun, sem sinnti siðrænum verkefnum og viðhorfum þá hefur það breyst. Ágætur maður orðaði það svo, að SÞ væri bandalag verstu ríkja heims, sem ættu það sameiginlegt að vera andstæðingar Vesturlanda og semja endalausar ályktanir um minnsta bleðilinn fyrir botni Miðjarðarhafsins, Ísrael. 

Mannréttindi hjá SÞ. eru ekki algild heldur gilda aðrar reglur fyrir Íslömsku ríkin. Mannréttindaráð SÞ er síðan sér kapítuli, en þar sitja m.a. Kína, Venesúela, Pakistan, Sómalía og Eritrea flottur félagsskapur það. 

SÞ. skiptir sér ekki af því að mannréttindi kvenna séu fyrir borð borin í stórum hlutum heimsins og hafa ekki skoðun SÞ. á beinu og óbeinu þrælahaldi í Saudi Arabíu og Flóaríkjunum. 

Því miður eru SÞ í dag dæmi um von, sem brást og samtökin geta ekki komist upp úr því hjólfari meðan hnignun Vesturlanda er slík, að þau eru ekki tilbúin til að standa vörð um þau gildi, grunnhugsjónir og framtíðarsýn framfara og hagsældar. Slíka yfirsýn höfðu þeir gerðu Churchill forsætisráðherra Breta og Franklin Delano Roosevelt Bandaríkjaforseti á þeim tíma sem síðara heimsstríð var háð sem harðast fyrir tæpum 100 árum. 

Meðan innihaldið skortir verða SÞ. aldrei annað en vondar umbúðir allt of oft til hagsbóta fyrir þá sem síst skyldi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Afsakið hve löng athugasemdin er.

Almenningur áttaði sig aldrei á hvaða gjörningur þetta var, og þaðan af síður þegar þeir voru í heildina orðnir 47.

Samráðsþing fyrir alþjóðlega þjóðréttarsáttmála (Treaties, Treatises) eins og Westphalia, og hundraðogfimmtíu árum síðar Vínarsamningarnir, eða Verslasamningarnir, eru eðlilegt fyrirbæri.

En fyrirbærið Alþjóðalög sem grundvöllur fyrir alþjóðlegt ríkjasamband - kryptókommúnista -  dulbúið á bak við alþjóðaþing fyrir þjóðréttarsáttmála - löng orð :) - er allt annað.

Fólk áttar sig ekki á að fyrirbærið Alþjóðalög, eins og fyrirkomulagið hefur verið síðan SÞ var komið á af hálfu Bresk-Bandaríska samkomulagsins frá ágúst 1941, hefur ekki Lögdæmi eða lögmæti samkvæmt kjarna lagagerðar.

Enda hefur þetta dæmi eða þessi flétta, snúist upp í andhverfu sína s.s. síðustu þrjú ár hafa sýnt fram á, og heimurinn er nú í upplausn þjóðarmorða og allsherjarstríða.

Öld upplýsingar, siðbótar og endurreisnar, hefur snúist upp í andhverfu sína. Húmanisminn og félagshyggjan er ein löng dauðahryggla.

Síðustu ár hef ég tekið eftir að fólk á erfitt með að skylja merkingarlén það sem hér er rætt. EN, Sovétríkin tóku ekki alhuga þátt í SÞ fyrr en að Stalín látnum, því hann fyrirleit þetta fyrirbæri og Sovétríkin sáu í Kóreustríðinu að þeir yrðu að taka þátt í þessu af illri nauðsyn, en utanríkisþjónusta manna á borð við Mólotov og nú Lavrov hefur ávallt reynt að halda kommúnistapakkinu sem er á bak við Alþjóðaríki þessara 47 stofnana á mottunni.

:)

Guðjón E. Hreinberg, 15.3.2023 kl. 16:45

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... afsakið stefsetningarvillur, ég vélrit of hratt og það er ekki hægt að laga athuasemdir.

Guðjón E. Hreinberg, 15.3.2023 kl. 16:46

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Að Stalín og Mólotov fyrirlitu SÞ var þó ekki vegna fyrrgreindra raka, heldur því Sovétríkin voru í eðli sínu form á SÞ og þeir fyrirlitu samkeppnina.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 15.3.2023 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 270
  • Sl. sólarhring: 782
  • Sl. viku: 4784
  • Frá upphafi: 2426654

Annað

  • Innlit í dag: 248
  • Innlit sl. viku: 4436
  • Gestir í dag: 244
  • IP-tölur í dag: 238

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband