Leita í fréttum mbl.is

Kína í öndvegi

Macron forseti Frakklands og Ursula von der Leyen flugu til Kína til að biðja forseta Kína um að beita sér fyrir friðarviðræðum milli Úkraínu og Rússlands.

Góðs viti að forustufólk í stjórnmálum í Evrópu átti sig á því, að það skiptir miklu máli fyrir lífskjör og framtíð Evrópu,að þessu stríði ljúki sem fyrst. Svo virðist sem þetta sé ákveðin stefnubreyting, þar sem hingað til hafa stjórnmálamenn í Evrópu virst vera á Joe Biden línunni um að magna ófriðinn sem mest.

Vonandi tekst forseta Kína vel upp þegar hann talar við forseta Úkraínu og Rússlands og einnig er vonandi að hann nái með aðstoð stjórnmálamanna í Evrópu, sem átta sig á að það skiptir miklu að koma á friði sem fyrst í stað þess að magna stríðið. (því miður virðist utanríkisráðherra og forsætisráðherra Íslands ekki vera í þeim hópi)

Takist Kínaforseta að fá aðila að samningaborðinu svo ekki sé talað um ef hann nær að ná fram friðarsamningum, þá hefur hann enn og aftur náð verulegum árangri þar sem Bandaríkin undir stjórn Biden eru hliðsett úti að aka í Guðs grænni náttúrunni. 

Forseti Kína náði samningum á milli Saudi Araba vinaþjóð  Bandaríkjanna og Írana. Bandaríkjamenn voru ekki einu sinni á hliðarlínunni. Þeir voru ekki með. En afgerandi pólitískur sigur forseta Kína. Nái hann árangri nú varðandi Úkraínu og Rússland, ýtir hann Bandaríkjunum út af borðinu sem því stórveldi, sem mest áhrif hefur varðandi samskipti þjóða. 

Það hefnir sín þegar þjóðir velja lélega forustumenn eins og Bandaríkjamenn gerðu þegar þeir kusu Joe Biden til forseta. Undir stjórn hans eru Bandaríkin því miður á hraðri leið til að verða annars flokks stórveldi á vettvangi heimsmálanna. Því  miður svo virkilega því miður. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fram að þessu hafa vesturveldin hafnað öllu frumkvæði um friðarviðræður. Putin hefur haft frumkvæði og bauðst Tyrkland til að sjá um milligöngu. Þá flýtti Boris Johnson sér til Úkraínu og stoppaði allar slíkar vangaveltur.

Nú þegar Bakhmut er við það að falla eða fallin, renna tvær grímur á USA og UK og Macron er fenginn til að bakka fyrir hönd þeirra því þeir eru ekki menn til að játa frumhlaup sitt.

Pútin ætlar og mun taka þessi austurhéruð eins og hann lagði upp með þegar NATO aðild var hótað. 

Nú sjá bræður vorir í Finnlandi um ögrunina ásamt Norðmönnum sem sprengdu nordstream í samvinnu við bandaríkjamenn samkvæmt Seymore Herch. Hér standa sósíaldemókratar og kommar harðir með yfirgangi bandamanna og fagna útþenslu og ögrun NATO við heimsfriðinn. Öðruvísi mér áður brá.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2023 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 150
  • Sl. viku: 2256
  • Frá upphafi: 2412357

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 2007
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband