Leita í fréttum mbl.is

Síðasta vígið fallið

Á tímum Víetnamstríðsins fylgdust menn grannt með því hvort síðasta vígið í fjalllendi mið Víetnam  Ke San mundi falla. Fjölmiðlar sögðu að með falli þess væri leiðin greið fyrir vígamenn kommúnista og fáar varnir eftir.

Allt reyndist þetta rangt. Ke San var yfirgefið og það breytti engu um gang stríðsins. 

Mér var hugsað til þessarar umræðu, þegar ég las harmakvein Sigmundar Ernis, síðasta ritstjóra Fréttablaðsins um endalok vandaðrar ritstýrðrar fréttamennsku með falli Fréttablaðsins og hvernig vígamenn hatursorðræðu og falsfrétta muni taka völdin. 

Fréttablaðið var á sínum tíma ágæt viðskiptahugmynd, sem gekk þó nánast aldrei upp og blaðið var meginhluta stuttrar ævi sinnar rekið með miklum halla og haldið uppi af auðmönnum, sem studdu blaðið til að ná fram ritstýrðum fréttum, sem voru þeim að skapi og oft til að komast hjá því að ritstýrðar fréttir sem væri þeim ekki að skapi eða þeim til skaða birtust í blaðinu. 

Harmagrátur ritstjórans um dapurleg örlög sannleikans og vandaðrar fréttamennsku með fráhvarfi Fréttablaðsins halda því engu vatni. Fréttablaðið skipti þar minna máli en fall Ke San á sínum tíma fyrir gang Víetnam stríðsins.

Vandi fréttamennskunar ekki síst þeirrar ritstýrðu er hvað hún er léleg og hvernig fréttamenn leyfa sér iðulega að vanrækja grundvöll góðrar fréttamennsku að spyrja spurninga sem máli skipta, en taka ekki því sem opinberir aðilar segja þeim sem gefnu nema um sé að ræða pólitísk átakamál. 

Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það hið opinbera,sem er helsta uppspretta falsfrétta sbr. framlagið á tímum Kóvíd og nú varðandi endalausar fullyrðingar um að það sé endalaust að hlýna þó því fari viðs fjarri eins og Trausti Jónsson benti réttilega á í bloggfærslu sinni fyrir nokkrum dögum. Þar benti hann á að það hefði ekkert hlýnað síðan 2004 eða í tæp 20 ár.

Í tilefni þess ákvað Seðlabanki Íslands að taka upp ritstýrða fréttamennsku af loftslagsmálum og réð  loftslagsfræðing til starfa til að koma fram woke (bull) fréttum frá bankanum. Eins og þar væri ekki nóg komið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það er margt skrýtið í kýrhausnum.  IPCC hefur hvorki gert tilraun til að útskýra fyrri 4 hlýskeið, þegar engri aukningu á styrk koltvíildis í andrúmsloftinu var til að dreifa, né þessari stöðvun hitastigshækkunar síðan 2004.  Það er maðkur í mysunni.  Hvers vegna magnast hræðsluáróðurinn ?

Bjarni Jónsson, 11.4.2023 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 349
  • Sl. sólarhring: 1360
  • Sl. viku: 5491
  • Frá upphafi: 2469875

Annað

  • Innlit í dag: 331
  • Innlit sl. viku: 5039
  • Gestir í dag: 330
  • IP-tölur í dag: 324

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband